Körturnar geta verið eitraðar hundum og köttum

Körtur hafa sést villtar í Garðabænum síðan árið 2017.
Körtur hafa sést villtar í Garðabænum síðan árið 2017. Ljósmynd/Askur Hrafn Hannesson

Kört­ur sem hafa komið sér fyr­ir í Garðabæn­um geta verið eitraðar fyr­ir hunda og ketti. Þær eru ekki hættu­leg­ar fólki, en Mat­væla­stofn­un (MAST) og Nátt­úru­fræðistofn­un eru ekki sam­mála um hvort þær telj­ist sem gælu­dýr eða ekki.

Fyrst var fjallað um kört­urn­ar í fjöl­miðlum árið 2017. Fjallaði mbl.is síðast um málið árið 2021 en á dög­un­um vakti Vís­ir at­hygli á kört­un­um að nýju.

Þar sagði Ask­ur Hrafn Hann­es­son allt vera mor­andi í frosk­um í garðinum sín­um í Garðabæ. Þeir hafi stækkað um­tals­vert frá því að fjöl­skyld­an varð fyrst var við þá fyr­ir sjö árum síðan.

Nokkuð margar körtur hafa fundist í Garðabænum á litlu svæði.
Nokkuð marg­ar kört­ur hafa fund­ist í Garðabæn­um á litlu svæði. Ljós­mynd/​Ask­ur Hrafn Hann­es­son

Ósam­mála hvort kört­urn­ar séu gælu­dýr

Blaðamaður hafði sam­band við Nátt­úru­fræðistofn­un vegna kart­anna í vik­unni. Benti stofn­un­in þá á að hafa sam­band við MAST og bar það fyr­ir sig að frosk­ar teld­ust vera gælu­dýr.

„Við lít­um ekki á að þetta sé á okk­ar borði. Þetta eru klár­lega ekki gælu­dýr, þetta er ekki dýra­vernd­un­ar­mál, þetta er ekki dýra­sjúk­dóma­mál, þannig að þetta er ekki eitt­hvað sem við aðhöf­umst með,“ seg­ir Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir, for­stjóri MAST, í sam­tali við mbl.is.

Hún bend­ir á það að Nátt­úru­fræðistofn­un hafi áður greint dýr­in, og þá hafi komið í ljós að um al­menn­ar kört­ur væri að ræða, ekki froska.

Froskarnir eru víst körtur. Askur Hrafn Hannesson tók myndirnar af …
Frosk­arn­ir eru víst kört­ur. Ask­ur Hrafn Hann­es­son tók mynd­irn­ar af kört­un­um þar sem hann býr í Garðabæ. Ljós­mynd/​Ask­ur Hrafn Hann­es­son

Ekki hættu­leg­ar fólki

Engu að síður hafði dýra­lækn­ir MAST sam­band við ít­alsk­an kört­u­sér­fræðing.

„Eft­ir því sem hann seg­ir geta þær [kört­urn­ar] al­veg verið eitraðar fyr­ir hunda og ketti sem sleikja þær eða eitt­hvað svo­leiðis,“ seg­ir Hrönn Ólína.

Hún gat þó ekki sagt til um hversu hættu­leg­ar þær væru fer­fætl­ing­un­um, en kört­urn­ar ættu ekki að vera hættu­leg­ar fólki.

„En ekki sleikja þær, við mæl­um ekki með því,“ bæt­ir Hrönn í hálf­gerðu gríni þó viss­ara sé að hlíða þeim ráðum.

„Ef það er verið að fikta í þeim þá byrj­ar þær að seyta frá sér ein­hverju efni. Þetta er ekki hættu­legt fólki.“

Körturnar eru nokkuð stórar.
Kört­urn­ar eru nokkuð stór­ar. Ljós­mynd/​Ask­ur Hrafn Hann­es­son

Ekki áhyggj­ur af því að stofn­inn dreifi sér

Hrönn seg­ir að eft­ir því sem hún kom­ist næst þá hafi hóp­ur af kört­um dúkkað upp á þessu svæði í Garðabæn­um á um það bil tveggja ára fresti.

Óvissa rík­ir um upp­runa kart­anna, en Hrönn tel­ur lík­legt að um svipaða sögu sé að segja og um villt­ar kan­ín­ur og minka hér á landi. Ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar hafi sloppið út í nátt­úr­una og ein­hvern veg­in náð fót­festu.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.
Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir er for­stjóri Mat­væla­stofn­un­ar. Sam­sett mynd

Er ástæða til þess að hafa áhyggj­ur af því að kört­urn­ar nái að dreifa sér um landið?

„Ekki miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem ég hef í dag,“ seg­ir Hrönn.

Bend­ir hún þó á að stund­um sé talið að dýr eins og kört­urn­ar lifi ekki af í ís­lenskri nátt­úru en þau séu aðlög­un­ar­hæf og finni leið til þess.

Útbreiðsla bund­in við tvær íbúðagöt­ur

Skýrsl­a um fram­andi teg­und­ir var tek­in sam­an af Nátt­úru­fræðistofn­un fyr­ir Um­hverf­is­stofn­un í byrj­un árs 2021.

Þar seg­ir að frosk­ar hafi sést á litlu svæði í Garðabæ síðan 2017. Útbreiðsla dýr­anna virðist afar tak­mörkuð og að mestu bund­in við tvær íbúðagöt­ur og talið lík­legt að lít­il tjörn sé á svæðinu.

Ekki er tal­in hætta á að frosk­teg­und­in nái auðveld­lega meiri út­breiðslu hér­lend­is en það geti þó breyst ef ein­stak­ling­ar kom­ast í stærri eða tengd vatna­kerfi, seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is