Spursmál: Eldheit umræða um áfengissölu á netinu

Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón …
Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Axel Ólafsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, lög­fræðing­ur og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mætti ásamt Arn­ari Sig­urðssyni, eig­anda San­te, í nýj­asta þátt af Spurs­mál­um sem sýnd­ur var hér á mbl.is fyrr í dag og tek­ist var á um nú­gild­andi áfeng­is­lög með líf­leg­um hætti. 

Upp­töku af þætt­in­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og Youtu­be og er öll­um aðgengi­leg­ur.

Tíma­bær­ar breyt­ing­ar?

Síðustu miss­eri má segja að stjórn­völd hafi teflt gild­um áfeng­is­lög­um í tví­sýnu eft­ir að ÁTVR höfðaði mál gegn smá­sölu áfeng­is á net­inu sem síðar var vísað frá.

Sam­kvæmt lög­um er smá­sala áfeng­is óheim­il öðrum en Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins á grunni einka­leyf­is, en með til­komu net­versl­ana hef­ur aðgengi að áfengi auk­ist til muna. Því þykja laga­breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um orðnar tíma­bær­ar sam­hliða sam­fé­lagsþróun og breyttu neyslu­mynstri.

Í þessu sam­hengi eru skipt­ar skoðanir í sam­fé­lag­inu á auknu aðgengi áfeng­is. Marg­ir hafa lýst yfir áhyggj­um sín­um á því að smá­sala áfeng­is í net­versl­un verði heim­iluð á grund­velli for­varna- og lýðheilsu­sjón­ar­miða. Á sama tíma halda aðrir því fram að ákall þjóðar­inn­ar eft­ir breyt­ing­um á áfeng­is­lög­um sé áþreif­an­legt þar sem neyslu­venj­ur hafi breyst með tíð og tíma og sta­f­rænt um­hverfi sömu­leiðis.

Trump og Biden í brenni­depli 

Óhætt er að segja að fjöl­breytt frétta­vika sé að baki. Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vik­unni sem senn er á enda mættu þau Jón Axel Ólafs­son, út­varps- og at­hafnamaður, og Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, í settið. Létu þau í ljós skoðanir sín­ar á þeim stóru mál­um sem varða sam­fé­lagið og í raun heims­byggðina alla þar sem fyrstu for­se­takapp­ræður Don­alds Trump og Joes Biden báru helst á góma.

Síðasti þátt­ur Spurs­mála fyr­ir sum­ar­frí

Eft­ir viðburðaríka mánuði frá því Spurs­mál hófu göngu sína síðastliðið haust fer þátt­ur­inn í sum­ar­frí fram til föstu­dags­ins 16. ág­úst. Þann dag hefst hefðbund­in dag­skrá aft­ur að loknu fríi - ekki missa af því.

mbl.is