Tekist á um áfengislögin

Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón …
Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Axel Ólafsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Arn­ar Sig­urðsson, eig­andi San­te, tak­ast á um áfeng­is­sölu í net­versl­un í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þátt­ur­inn verður sýnd­ur hér á mbl.is klukk­an 14 í dag og er hann öll­um aðgengi­leg­ur.

Skipt­ar skoðanir eiga sér stað í sam­fé­lag­inu á auknu aðgengi áfeng­is með til­komu áfeng­is­sölu á net­inu. Marg­ir hafa lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að smá­sala áfeng­is í net­versl­un verði heim­iluð á grund­velli lýðheilsu­sjón­ar­miða á meðan öðrum þykir ákall þjóðar­inn­ar eft­ir breyt­ing­um á áfeng­is­lög­um vera áþreif­an­legt.

Bú­ast má við að hörku umræða skap­ist um mál­efnið í þess­um síðasta þætti Spurs­mála fyr­ir sum­ar­frí.

Eft­ir viðburðaríka mánuði frá því Spurs­mál hófu göngu sína síðastliðið haust fer þátt­ur­inn í sum­ar­frí fram til föstu­dags­ins 16. ág­úst. Þann dag hefst hefðbund­in dag­skrá aft­ur að loknu fríi - ekki missa af því.

Frétt­ir vik­unn­ar í góðum hönd­um

Þau Jón Axel Ólafs­son, út­varps­maður á K100, og Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, mæta í settið og rýna í helstu frétt­ir líðandi viku und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar. Að vanda er þar af nógu að taka enda sér­lega viðburðarík frétta­vika að baki.

Fylgstu með fjör­ugri og upp­lýs­andi umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is