Hvalurinn er ekki að éta neitt megrunarkex

Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan.
Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir mik­il­vægt að nýta þá auðlind sem hvala­stofn­ar á Íslands­miðum séu. Í raun sé fjar­stæðukennt að nýta ekki stofna sem telj­ist þeir sterk­ustu af nytja­stofn­un­um kring­um landið.

Það eigi meðal ann­ars við um lang- reyðina sem telji um 40 þúsund dýr. Seg­ir hann hrefnu­stofn­inn svipaðan að stærð og að hnúfu­bak­ar séu um 15 til 20 þúsund í kring­um landið. Langt sé síðan sand­reyður var tal­in í kring­um landið en sá stofn virðist vera mjög stór.

Hann seg­ir þetta til marks um að stofn­arn­ir séu mjög sterk­ir. „Ja, það er talið að sum­ir þeirra verði ekk­ert stærri. Þetta sé komið í „optim- um“ stærð og síðan drep­ist þeir bara nátt­úru­leg­um dauðdaga. Þeim fjölg­ar auðvitað ekki enda­laust. Þetta eru líka stofn­ar sem fara ekki annað. Þeir fara suður í höf á vet­urna en koma hingað á sumr­in í fæðuleit,“ seg­ir Kristján en hann er nýj­asti gest­ur Dag­mála.

Hann bend­ir á að þeir kvót­ar sem gefn­ir hafa verið út á langreyði og hrefnu sé agn­arsmá­ir í heild­ar­sam- heng­inu og ógni í engu til­liti stofn- unum. Hins veg­ar þurfi að leit­ast við að halda jafn­vægi í haf­inu milli ólíkra nytja­stofna.

„Langreyðurin étur 95% rauðátu sem aft­ur loðnan étur og það er þessi kóngu­ló­ar­vef­ur í haf­inu, hver étur hvern, þetta hef­ur áhrif hvert á annað, þannig að það er eng­in spurn­ing að ef þú ætl­ar að láta þetta eiga sig al­veg, í ár voru til dæm­is eng­ar loðnu­veiðar, hvernig verður þetta á næsta ári, ætli þetta verði ekki eins? Halda menn að þetta sé bara bara? Hnúfu­bak­ur­inn tek­ur sitt. Þeir eru núna í þess­um loðnu­leit­artúr­um og þá eru hnúfu- bak­ar og hrefn­ur inn­an um þetta allt sam­an. Og þess­ir hval­ir eru þarna til að éta, þeir eru ekk­ert þarna að gamni sínu.“

Og hann bend­ir á að tugþúsund­ir risa­vax­inna hvala þurfi mikið til að fá nægju sína.

„Hval­ur­inn er ekk­ert í megr­un. Þeir borða ekki megr­un­ar­kex, því er ég al­veg klár á, og þeim fjölg­ar. Þeim fjölg­ar auðvitað ekki enda­laust en þeim fjölg­ar og þeim hef­ur fjölgað und­an­farna ára­tugi og þetta er auðlind sem hægt er að nýta á skyn­sam­leg­an hátt,“ seg­ir Kristján. Hann blæs á full­yrðing­ar nátt­úru- vernd­arsinna sem halda því fram að hvali eigi ekki að veiða vegna þess að þeir séu gáfaðar skepn­ur.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag og einnig í Dag­mál­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: