Segir rekstur Vínbúðanna byggðamál

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:02
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:02
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Fyr­ir mér snýst þetta líka um byggðamál. Við erum með fimm­tíu og eitt­hvað versl­an­ir og við erum að tryggja störf úti á landi.“

Þetta seg­ir Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í umræðum á vett­vangi Spurs­mála um áfeng­is­versl­un á Íslandi. Er hún gest­ur þátt­ar­ins ásamt Arn­ari Sig­urðssyni, vín­kaup­manni í Santé. 

Hitn­ar veru­lega í kol­un­um í umræðunni eins og sést í mynd­brot­inu hér að ofan.

Vínbúðum ÁTVR hefur fjölgað mikið síðustu ár og eru þær …
Vín­búðum ÁTVR hef­ur fjölgað mikið síðustu ár og eru þær nú orðnar á sjötta tug­inn. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Hvernig á að tryggja öllu þessu fólki störf?

Bregst Arn­ar ókvæða við þess­ari rök­semda­færslu Haf­dís­ar sem aft­ur spyr Arn­ar:

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur alltaf talað fyr­ir lands­byggðinni. Og mun alltaf gera. En hvernig ætl­um við, ef við leggj­um niður ÁTVR, að tryggja öllu þessu fólki störf? Ætlar þú að gera það, að opna úti­bú á Reyðarf­irði og ann­ars staðar [..] hvernig ætl­um við að tryggja, þú vilt leggja niður ÁTVR, ég er ekki þar. En ég vil rýmka reglu­verkið þannig að við get­um öll starfað í sátt og sam­lyndi inn­an lag­aramm­ans.“

Viðtalið við Arn­ar og Haf­dísi Hrönn má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

mbl.is