Mætir í sitt fyrsta viðtal eftir kappræðurnar

Biden hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Biden hefur ekki átt sjö dagana sæla. AFP

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, mun á föstu­dag­inn mæta í sitt fyrsta sjón­varps­viðtal síðan for­se­takapp­ræðurn­ar fóru fram í síðustu viku.

ABC News munu sjón­varpa viðtal­inu sem Geor­ge Stephanopou­los, þátt­stjórn­andi Good Morn­ing America, mun taka. Brot úr viðtal­inu verða birt á föstu­dag og laug­ar­dag en viðtalið í heild sinni verður birt á sunnu­dag­inn.

Biden þótti standa sig afar illa í kapp­ræðum á móti Don­ald Trump í síðustu viku. Í kapp­ræðunum var for­set­inn hás, átti á köfl­um erfitt með að gera sig skilj­an­leg­an og gleymdi því hvað hann ætlaði að segja á ein­um tíma­punkti.

Biden þurfi ekki að taka vits­muna­próf

Upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, Kar­ine Jean-Pier­re, sagði á blaðamanna­fundi fyrr í dag að eng­in ástæða væri fyr­ir for­set­ann að taka vits­muna­próf (e. Cogniti­ve test) eins og sum­ir hafa skorað á hann að taka.

Frétta­stofa AFP grein­ir frá því að Biden hef­ur ekki haldið lang­an blaðamanna­fund síðan í janú­ar 2022 og að hann dvelji nær all­ar helg­ar á heim­ili sínu í Delaware, án þess að vera með nokkra dag­skrá.

George Stephanopoulos, þáttstjórnandi Good Morning America, mun stýra viðtalinu.
Geor­ge Stephanopou­los, þátt­stjórn­andi Good Morn­ing America, mun stýra viðtal­inu. AFP/​Getty Ima­ges/​Roy Rochlin
mbl.is