Viðurkennir að fjarað geti undan framboðinu

Joe Biden er sagður átta sig á því að hann …
Joe Biden er sagður átta sig á því að hann þurfi að sannfæra almenning um að hann sé með getu til að sinna starfi forseta. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur sagt við einn sinn helsta banda­mann að hann viti að hann geti ekki bjargað fram­boði sínu ef hann nær ekki að sann­færa al­menn­ing á næstu dög­um um að hann geti sinnt starf­inu.

Dag­blaðið New York Times grein­ir frá þessu en grein­ir ekki frá nafni heim­ild­ar­manns­ins sök­um nánd­ar hans við for­set­ann.

Biden mæt­ir í viðtal á föstu­dag­inn hjá Geor­ge Stap­hanopou­los á ABC News og að sögn banda­manns hans þá ger­ir Biden sér grein fyr­ir því hversu mik­il­vægt það er fyr­ir hann að standa sig.

Má ekki koma fyr­ir tvisvar aft­ur

Biden þótti standa sig afar illa í kapp­ræðunum á móti Trump í síðustu viku. Í þeim var for­set­inn hás, átti á köfl­um erfitt með að gera sig skilj­an­leg­an og gleymdi því hvað hann ætlaði að segja á ein­um tíma­punkti.

„Hann veit að ef svona kem­ur fyr­ir tvisvar aft­ur, þá erum við komn­ir á ann­an stað,“ sagði heim­ild­armaður­inn.

Viðtal NYT við banda­mann Bidens er fyrsta vís­bend­ing þess efn­is, sem kem­ur fram op­in­ber­lega, að for­set­inn íhugi al­var­lega hvort hann geti náð fram­boðinu aft­ur á strik.

Fund­ar með rík­is­stjór­um í kvöld

Hátt­sett­ur ráðgjafi for­set­ans seg­ir í sam­tali við NYT, und­ir nafn­leynd, að Biden átti sig vel á þeim póli­tísku áskor­un­um sem hann glím­ir nú við.

Í kvöld mun hann funda með rík­is­stjór­um demó­krata til að full­vissa þá um að hann sé hæf­ur í starfið.

Lloyd Dog­gett, þingmaður demó­krata í full­trúa­deild­inni, varð í gær fyrsti þingmaður flokks­ins til þess að kalla eft­ir því op­in­ber­lega að Biden mynda draga fram­boð sitt til baka.

Ann­ar þingmaður demó­krata sagði und­ir nafn­leynd við CNN að það væri stór og vax­andi hóp­ur þing­manna flokks­ins sem hefðu veru­leg­ar áhyggj­ur af fram­boði for­set­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina