„Ýmislegt“ hafi farið úrskeiðis

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði. mbl.is

Dóms­málaráðuneytið hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að „ým­is­legt“ hafi farið úr­skeiðis í inn­töku­ferl­inu þegar 20 af 42 um­sækj­end­um um inn­göngu í fanga­varðar­nám voru vald­ir í byrj­un árs.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari frá ráðuneyt­inu, við spurn­ing­um mbl.is um inn­töku­ferlið.  

„Það sem fór úr­skeiðis hef­ur ekki áhrif á þá efn­is­legu niður­stöðu að veita þeim inn­göngu sem hana fengu,“ seg­ir jafn­framt í svar­inu.

Þar seg­ir einnig að mik­il­vægt sé að Fang­els­is­mála­stofn­un dragi lær­dóm af þessu máli.

„Ráðuneytið treyst­ir því að fag­lega verði staðið að inn­töku­ferl­inu í framtíðinni.“

Hæf­ir um­sækj­end­ur fengu ekki inn

RÚV greindi frá því í dag að 42 um­sækj­end­ur hefðu sótt um inn­göngu í fanga­varðanám og nokkr­ir þeirra sem ekki komust inn hefðu kært ákvörðun­ina. 

Vitn­ar miðill­inn í úr­sk­urð dóms­málaráðuneyt­is­ins vegna kæru eins um­sækj­anda. Veru­leg­ir ágall­ar hafi verið á ákvörðun­inni sem venju­lega hefði leitt til ógild­ing­ar henn­ar.

Ekki hafi verið not­ast við mál­efna­lega mæli­kv­arða og vinn­an verið bæði óná­kvæm og óviðun­andi. Það hafi síðan leitt til þess að hæf­ir um­sækj­end­ur hafi ekki fengið inn í námið.

mbl.is