Biden viðurkennir að hafa klúðrað kappræðunum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna viðurkennir klúður en er ekki á …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna viðurkennir klúður en er ekki á því að gefast upp. AFP

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur viður­kennt að hann hafi klúðrað sín­um mál­um  í kapp­ræðunum gegn Don­ald Trump í síðustu viku, en hef­ur heitið því að berj­ast áfram í kosn­inga­bar­átt­unni og reynt að full­vissa helstu banda­menn.

BBC grein­ir frá.

„Ég klúðraði, ég gerði mis­tök (e. I screwed up, I made a mista­ke),“ sagði for­set­inn um frammistöðu sína í kapp­ræðunum, í viðtali á út­varps­stöð í Wiscons­in.

Hann hvatti kjós­end­ur til að dæma frek­ar tíma sinn í Hvíta hús­inu.

90 mín­út­ur á sviði

„Þetta eru 90 mín­út­ur á sviði. Sjáið hvað ég hef gert á þrem­ur og hálfu ári,“ sagði for­set­inn.

„Ég er til­nefnd­ur af Demó­krata­flokkn­um. Það er eng­inn að ýta mér út. Ég er ekki að fara,“ sagði hann í sím­tali við flokks­menn sína, að sögn heim­ild­ar­manns BBC.

mbl.is