Nýbygging Vinnslustöðvarinnar á áætlun

Framkvæmdir við nýtt 5.600 hús Vinnslustöðvarinnar eru á áætlun. Til …
Framkvæmdir við nýtt 5.600 hús Vinnslustöðvarinnar eru á áætlun. Til stendur að taka húsið í notkun á vetrarvertíðinni 2025. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Fram­kvæmd­ir við nýtt hús­næði á reit Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um ganga vel. Um er að ræða 5.600 fer­metra ný­bygg­ingu á tveim­ur hæðum og verður salt­fisk­vinnsla á neðri hæð og inn­vigt­un upp­sjáv­ar­afla á efri hæð.

„Fram­kvæmd­in er ennþá á áætl­un sam­kvæmt Eykt­ar­mönn­um. Við erum að stefna á að geta byrjað að nota neðri hæðina í janú­ar fyr­ir salt­fisk­inn. Í dag er plat­an á fyrstu hæðinni á loka­metr­un­um í þrónni og í port­inu er að verða klárt í að byrja á plöt­unni á 1 hæð,“ seg­ir Will­um And­er­sen, tækni­leg­ur rekstr­ar­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Til­kynnt var um ný­bygg­ing­una í fyrra og stend­ur til að hún sé til­bú­in fyr­ir vetr­ar­vertíðina 2025.

Um leið og plat­an á fyrstu hæð er til­bú­in verður farið í að steypa plöt­una á ann­arri hæð og hækka vegg­ina að aust­an, út­skýr­ir Will­um.

„Þar sem við erum að not­ast við út­vegg­ina í þrónni er upp­bygg­ing­in ekki svo sein­leg. Mesta vinn­an hef­ur verið að leggja lagn­asúpu und­ir plöt­una í grunn­inn til að upp­fylla all­ar kröf­ur um hreins­un og frá­dæl­ingu,“ út­skýr­ir hann.

Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
mbl.is