Minna traust eftir að Bjarni tók við

Aðeins 11% sögðust treysta ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók …
Aðeins 11% sögðust treysta ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðin treyst­ir rík­is­stjórn­inni verr eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son tók við sem for­sæt­is­ráðherra, ef marka má nýja skoðana­könn­un Maskínu. Lands­menn eru ósam­mála um hvort rík­is­stjórn­in nái að halda út kjör­tíma­bilið.

Í könn­un Maskínu kenn­ir ým­issa grasa. Þar kem­ur fram að kjós­end­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins séu ánægðast­ir með frammistöðu flokks­ins í rík­is­stjórn­inni, kjós­end­ur Vinstri grænna séu ósátt­ast­ir með sitt fólk en kjós­end­ur Miðflokks­ins ósátt­ast­ir við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

72% svar­enda í könn­un­inni segj­ast treysta rík­is­stjórn­inni verr eft­ir að Bjarni tók við sem for­sæt­is­ráðherra og aðeins 11% treysta henni bet­ur. 57,4% treysta henni „miklu verr“ og 15% „aðeins verr“.

Úr könnun Maskínu.
Úr könn­un Maskínu. Skjá­skot/​Maskín

Rík­is­stjórn­in gert lítið til að lækka vexti

Aðeins 5% svar­enda telja að rík­is­stjórn­in hafi gert mikið til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi en 81% segja að hún hafi gert lítið. 55,4% sögðu að hún hefði gert „mjög lítið“ og 25% sögðu rík­is­stjórn­ina hafa gert „frem­ur lítið“.

Ólík­legt er að rík­is­stjórn­in sitji út nú­ver­andi kjör­tíma­bil að mati 40% svar­enda. Aft­ur á móti þykir 37% svar­enda lík­legt að rík­i­s­tjórn­in haldi út kjör­tíma­bilið. 

Miðflokks­menn ósátt­ir við Sjálf­stæðis­flokk­inn

Fleir­um þykir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir tak­ast illa að koma sín­um mál­efn­um til fram­kvæmda. All­ir þykja þeir standa sig verr nú held­ur en í des­em­ber 2022. 

57% svar­enda segja að Vinstri græn­um hafi tek­ist illa að koma sín­um mál­efn­um á fram­færi en 9% þykir flokk­ur­inn standa sig vel. Þar af eru kjós­end­ur Vinstri grænna ósátt­ast­ir.

32% svar­enda sögðu Fram­sókn­ar­flokkn­um tak­ast illa að koma sín­um mál­efn­um til fram­kvæmda og 9% sögðu hon­um tak­ast það vel. Þar eru kjós­end­ur flokks­ins þó sátt­ast­ir við frammistöðu flokks­ins.

Þá sögðu 34% svar­enda að Sjálf­stæðis­flokkn­um gengi illa að koma sín­um mál­efn­um til fram­kvæmda en 27%. Þar eru Miðflokks­menn ósátt­ast­ir.

mbl.is