„Þetta er hrein og klár misnotkun“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sambandið harmar vinnustaðasamning Sjómannafélags Íslands …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sambandið harmar vinnustaðasamning Sjómannafélags Íslands og Brim sem sagður er færa réttindi sjómanna áratugi aftur í tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjó­manna­sam­band Íslands sak­ar Brim hf. og Sjó­manna­fé­lag Íslands, sem er ekki eitt aðild­ar­fé­laga Sjó­manna­sam­bands­ins, um að hafa með sér­stök­um vinnustaðasamn­ingi haft rétt­indi af sjó­mönn­um, ógna ör­yggi þeirra og stunda fé­lags­legt und­ir­boð.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem und­ir­rituð er af fram­kvæmda­stjórn Sjó­manna­sam­bands­ins.

Þar seg­ir að sam­bandið leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um samn­inga annarra stétt­ar­fé­laga (sem í yf­ir­lýs­ing­unni er sett í gæsalapp­ir). „Nú er hins veg­ar svo komið að ekki verður orða bund­ist.“

Vek­ur sam­bandið at­hygli á að gerður hef­ur verið vinnustaðasamn­ing­ur milli Brims og Sjó­manna­fé­lags Íslands um fyr­ir­komu­lag vinnu skip­verja þegar Þer­ney RE, nýr frysti­tog­ari Brims, er í höfn. Full­yrðir sam­bandið að samn­ing­ur­inn hafi verið gerður með bless­un Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

„Þessi svo­kallaði samn­ing­ur var bor­inn und­ir at­kvæði áhafn­ar­inn­ar með fulltingi Sjó­manna­fé­lags Íslands. Áhöfn­in samþykkti gern­ing­inn sem er auðvitað með hrein­um ólík­ind­um og vafi leik­ur á hvers vegna. Brim hf, SFS og Sjó­manna­fé­lag Íslands, hafa nú staðfest samn­ing­inn fyr­ir sitt leiti. Samn­ing­ur­inn geng­ur m.a. út á að sjó­menn­irn­ir landi afl­an­um sjálf­ir, fyr­ir smán­ar­laun. Ára­tug­um sam­an hafa Íslensk­ir tog­ara­sjó­menn átt frí við lönd­un. “

Vinnustaðasamningur um borð ÞErney gerir ráð fyrir að sjómenn annist …
Vinnustaðasamn­ing­ur um borð ÞEr­ney ger­ir ráð fyr­ir að sjó­menn ann­ist lönd­un. mbl.is/​sisi

Hættu­legt starf

Sjó­manna­sam­bandið seg­ir að með samn­ingn­um sé verið að hafa rétt­indi af sjó­mönn­um og staða þeirra færð fleiri ára­tugi aft­ur í tíma. „Frysti­tog­ara­sjó­menn hafa aldrei þurft að landa afl­an­um sjálf­ir. Með þessu er brotið blað í rétt­inda­mál­um ís­lenskra sjó­manna. Ára­tuga bar­átta for­vera okk­ar er brot­in á bak aft­ur.“

Bent er á að í ár­araðir hef­ur verið kveðið á um í kjara­samn­ing­um að sjó­menn á tog­ur­um eigi að vera í fríi er landað er.

Tel­ur sam­bandið að ör­yggi sjó­manna sé stefnt í hættu með því að þeir fari beint í lönd­un eft­ir að hafa staðið í þrif­um á skipi á leiðinni til hafn­ar. „Áhöfn­in er þreytt og slæpt eft­ir lang­an túr og ekki eins vak­andi eins og þarf við hættu­leg störf. Jafn­vel að koma úr 40 daga túr.“

Sjómenn að störfum.
Sjó­menn að störf­um. mbl.is/Þ​or­geir

Und­ir­bjóða hafn­ar­verka­menn

„Þessi samn­ing­ur er einnig það sem kallað er „fé­lags­legt und­ir­boð“ sem er þegar menn taka að sér störf fyr­ir lægra gjald en áður hef­ur verið samið um – en hvati út­gerðar­inn­ar til að gera þenn­an samn­ing er auðvitað að hann er mun ódýr­ari en að greiða hafn­ar­verka­mönn­um fyr­ir lönd­un­arþjón­ustu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Hvet­ur Sjó­manna­sam­band Íslands alla sjó­menn og stétt­ar­fé­lög sjó­manna inn­an sam­bands­ins að vera á verði gagn­vart hug­mynd­um sem þess­um.

„Þetta er hrein og klár mis­notk­un á ákvæði kjara­samn­inga um sér­samn­inga. Ef viðsemj­end­ur okk­ar ætla og vilja að rétt­indi Íslenskra sjó­manna verði færð marga ára­tugi aft­ur í tím­ann er ein­sýnt að kjara­samn­ing­um verður sagt upp við fyrsta tæki­færi. Ein af kröf­um okk­ar verður þá að öll ákvæði um frá­vik frá aðal­kjara­samn­ingi verði felld þaðan út.

mbl.is