Sendir sterk skilaboð til eiginmannsins

Jennifer Lopez er sögð senda Ben Affleck skilaboð með lagi …
Jennifer Lopez er sögð senda Ben Affleck skilaboð með lagi sínu Cambia el Paso. AFP/Michael Tran

Söng- og leik­kon­an Jenni­fer Lopez virðist vera að senda sterk skila­boð til eig­in­manns síns, Ben Aff­leck, þar sem hún deil­ir mynd­bandsklippu úr lagi sínu Camb­ia el Paso sem hún gaf út árið 2021. 

Lagið er gríp­andi sum­ars­mell­ur þar sem Lopez syng­ur text­ann að mestu á spænsku. Ef hluti af text­an­um er þýdd­ur yfir á ís­lensku syng­ur hún meðal ann­ars: „Lífið henn­ar er betra núna án hans, hún þarf eng­an til að líða vel og hún tap­ar ekki.“

Í mynd­band­inu má sjá Lopez velta sér um í sand­in­um á sól­ar­strönd, klædd brjósta­hald­ara þak­inn demönt­um og í gall­astutt­bux­um. Söng­kon­an býr greini­lega yfir mikl­um liðleika en hún tek­ur meðal ann­ars glæsi­legt splitt und­ir einu pálma­trénu í mynd­band­inu.

Fjöl­marg­ir fylgj­end­ur Lopez sýndu söng­kon­unni stuðning með því að skrifa hvetj­andi skila­boð und­ir mynd­bandið. Flest hvöttu þau hana til að halda áfram að syngja og dansa sama hvað dyndi á í líf­inu. 

Page six

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jenni­fer Lopez (@jlo)

mbl.is