Bróðir Ariönu Grande hræðilega bólginn eftir nefaðgerð

YouTube-stjarnan Frankie Grande, bróðir Ariana Grande, vonast eftir að nefaðgerðin …
YouTube-stjarnan Frankie Grande, bróðir Ariana Grande, vonast eftir að nefaðgerðin hans eigi eftir að heppnast. Skjáskot/Instagram

YouTu­be-stjarn­an Frankie Grande, bróðir söng­kon­unn­ar Ariönu Grande, er bólg­inn í and­lit­inu eft­ir nefaðgerð sem hann und­ir­gekkst á dög­un­um.

Hann birti held­ur óhugn­an­lega mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem má sjá bólg­in og þrút­in augu hans í öll­um regn­bog­ans lit­um. Þar að auki var ný­skornu nefi hans haldið kirfi­lega með plástr­um og umbúðum.

Ari­ana Grande sýndi eldri bróður sín­um stuðning. „Full­kom­inn á alla vegu, alltaf!!!!“ skrifaði hún við færsl­una hans.

Ariana Grande á Met Gala-hátíðinni í New York-borg í maí …
Ari­ana Grande á Met Gala-hátíðinni í New York-borg í maí síðastliðinn. AFP/​Aliah And­er­son

Frankie Grande varð afar áhyggju­full­ur þegar nef hans fór að bólgna mikið eft­ir að lækn­ir hans tók plástr­ana af. Hann er þó vongóður um að nýja nefið eigi eft­ir að jafna sig að fullu.

Frankie og Ari­ana, sem eru hálf­systkini, hafa alltaf átt náið systkina­sam­band og þau hafa oft stutt hvort við annað á erfiðum tím­um. 

Page six

mbl.is