Svíar banna einnig búnað sem Íslendingar leyfa

Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, segir ekki vafa vera …
Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, segir ekki vafa vera um að losun skolvatns úr hreinsunarbúnaði skipa skaði lífríki sjávar. Ljósmynd/Regeringskansliet

Svíþjóð mun bæt­ast í hóp þeirra ríkja sem banna los­un skolvatns úr út­blást­urs­hreinsi­búnaði skipa. Svo­kallaður vot­hreinsi­búnaður (e. Scrubber) hreins­ar út­blást­ur skipa í þágu um­hverf­is­ins en flest skip­anna dæla síðan úr­gang­in­um í sjó­inn þar sem hann safn­ast upp og er hann tal­inn skaða líf­ríki sjáv­ar.

„Los­un frá hreinsi­búnaði skipa er, jafn­vel í mjög litl­um styrk, skaðlegt fyr­ir líf­ríki sjáv­ar. Notk­un hreinsi­búnaðar eyk­ur einnig heild­ar­eldsneytis­eyðslu um 2 til 3 pró­sent, sem einnig eyk­ur los­un kolt­ví­sýr­ings. Þegar rík­is­stjórn­in legg­ur nú fram til­lögu um að banna los­un frá hreinsi­búnaði er mik­il­vægt skref stigið bæði í átt að betra sjáv­ar­lífi og bættu lofts­lagi, “ sagði Rom­ina Pourmok­ht­ari, lofts­lags- og um­hverf­is­ráðherra Svíþjóðar, í til­kynn­ingu sem birt var ný­verið á vef sænska stjórn­ar­ráðsins.

Mun los­un skolvatns í sjó frá sjóför­um vera óheim­il í sænskri land­helgi frá og með 1. júlí 2025 og los­un skolvatns úr út­blást­urs­búnaði í vatn al­mennt vera óheim­ilt í Svíþjóð frá 1. janú­ar 2029.

Enn hef­ur ekki verið tek­in afstaða til banns við notk­un búnaðar af þessu tagi um­hverf­is Ísland en notk­un hans sæt­ir tak­mörk­un­um í 37 ríkj­um á heimsvísu nú þegar.

Hvatn­ing?

Í vor var greint frá því að samstaða hafi mynd­ast á danska þing­inu um að banna los­un skolvatns úr hreins­un­ar­búnaði af þess­um toga inn­an land­helgi Dan­merk­ur.

Við til­efnið sagði Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, að ákvörðun Dana ætti að vera hvatn­ing fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að banna los­un skolvatns um­hverf­is Íslands.

Ekk­ert hef­ur áunn­ist í átt að banni við los­un skolvatns hér á landi eft­ir því sem 200 míl­ur kom­ast næst.

Ekki sjálf­bær lausn

Notk­un á vot­hreinsi­búnaði hef­ur auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum, sér­stak­lega eft­ir að ríki gerðu sam­komu­lag á vett­vangi Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) um að setja tak­mark­an­ir á notk­un eldsneyt­is með hátt brenni­steins­inni­hald með und­anþágu fyr­ir skip sem nota hreins­un­ar­búnað. Svartol­ía, sem inni­held­ur mikið brenni­stein, er mun ódýr­ari en annað eldsneyti.

Þá hafa vís­inda­menn sýnt fram á að skolvatnið frá hreins­un­ar­búnaðinum sé veru­lega mengað og inni­held­ur fjölda skaðlegra efna.

Var niðurstaða vís­inda­manna við Chal­mers-tækni­há­skól­ans í Gauta­borg að 90% af skaðleg­um efn­um í evr­ópsk­um höfn­um megi rekja til los­un­ar vatns úr hreinsi­búnaði skipa. Þar á meðal eru einnig þrá­virk PAH-efni sem eru tal­in auka lík­ur á húð- lungna-, þvag­blöðru-, lifr­ar- og magakrabba­mein­um.

„Að draga úr los­un í and­rúms­loftið með því að færa meng­un­ar­efn­in í sjó er ekki sjálf­bær lausn. Því er nú lögð fram til­laga um að banna los­un hreinsi­efna í hafið. Flest­ar sænsk­ar út­gerðir hafa þegar valið að nýta eldsneyti með svo lágu brenni­steins­inni­haldi að þeir halda sig inn­an los­un­ar­krafna án hreinsi­búnaðar. Nú vilj­um við að það taki til allra skipa á sænsku hafsvæði,“ var haft eft­ir Andreas Carl­son, innviða- og hús­næðismálaráðherra Svíþjóðar, í til­kynn­ing­unni.

Andreas Carlson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar.
Andreas Carl­son, innviða- og hús­næðismálaráðherra Svíþjóðar. Ljós­mynd/​Re­ger­ingskansliet
mbl.is