Hildur biður Samfylkinguna afsökunar

„Mea Culpa kæra Samfylking,“ skrifar Hildur í færslu á facebook.
„Mea Culpa kæra Samfylking,“ skrifar Hildur í færslu á facebook.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur beðið Sam­fylk­ing­una af­sök­un­ar vegna rangr­ar full­yrðing­ar henn­ar í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu.

„Í grein minni sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag hafði ég rangt eft­ir. Þar er ég með stæla um að Sam­fylk­ing­in seg­ist hafa komið á 12 mánaða fæðing­ar­or­lofi þegar það hefði alls ekki gerst. Þetta var ekki al­veg rétt hjá mér því þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar samþykkti vissu­lega árið 2012 að koma á 12 mánaða fæðing­ar­or­lofi í þrep­um til árs­ins 2016.

Þau áform tóku aldrei gildi því þau voru met­in ófjár­mögnuð vegna stöðu rík­is­sjóðs af rík­is­stjórn­inni sem tók við og var há­marks­upp­hæð or­lofs­ins hækkuð í staðinn. Það var svo árið 2020 sem fæðing­ar­or­lof er hækkað i 12 mánuði af nú­ver­andi rík­is­stjórn,” skrif­ar Hild­ur á face­book.

Batn­andi mönn­um sé best að lifa

Hún skrif­ar að batn­andi mönn­um sé best að lifa og hvet­ur fólk til að njóta sum­ars­ins.

„Það er oft sem manni hleyp­ur kapp í kinn í póli­tík­inni og nú gerðist ég sek um að ganga ekki nógu vel úr skugga um staðreynd­ir. Ég bið Sam­fylk­ing­una af­sök­un­ar á því og hef óskað eft­ir því að þetta sé leiðrétt á vef Morg­un­blaðsins.“



mbl.is