Munu sækja verðmæti úr frárennsli vinnslunnar

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Iðnver, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvædmastjóri VSV, …
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Iðnver, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvædmastjóri VSV, handsala samning um nýtt hreinsikerfi. Ljósmynd/Aðsend

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur ákveðið að festa kaup á nýju hreinsi­kerfi fyr­ir frá­rennsli fé­lags­ins og er mark­miðið að ná sem mestu próteini úr frá­vatni starf­sem­inn­ar sem síðan er hægt að nýta í bræðslu fé­lags­ins.

Full­yrt er í frétta­til­kynn­ingu að um veru­legt magn sé að ræða sem Vinnslu­stöðin get­ur fram­leitt verðmæti úr sem ann­ars færi til spill­is.

Um er að ræða kerfi frá þýska fyr­ir­tæk­inu Huber Technology sem mun hreinsa frá­vatn frá upp­sjáv­ar­húsi, hvít­fisk­vinnslu og loðnu­bræðslu Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en af­kasta­geta kerf­is­ins er 400 rúm­metr­ar á klukku­stund.

Vélasamstæðan frá Huber Technology sem Iðnver hefur selt Vinslustöðinni.
Véla­sam­stæðan frá Huber Technology sem Iðnver hef­ur selt Vinslu­stöðinni. Mynd/​Aðsend

Samn­ing­ur um kaup og þjón­ustu hleyp­ur á annað hundrað millj­ón­ir króna og var gerður við Iðnver sem ný­verið gerðist umboðsaðili þýska fyr­ir­tæk­is­ins Huber Technology hér á landi, en fé­lagið ytra sér­hæf­ir sig í ný­sköp­un og tækninýj­ung­um fyr­ir skólp og iðnaðarskólp og er þetta í fyrsta sinn sem vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru til sölu á Íslandi.

„Það er afar ánægju­legt að ná þess­um stóra samn­ingi við VSV sem er leiðandi fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. VSV hef­ur ávallt lagt mikla áherslu á gæði afurða sinna sem eru seld­ir á mörkuðum víða um heim,“ seg­ir Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Iðnvers, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is