„Þetta gengur mjög rólega og lítið um makríl“

Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra …
Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Mak­ríll virðist fást í ís­lenskri lög­sögu en veiðarn­ar ganga held­ur hægt að sögn Ásgríms Ing­ólfs­son­ar, skip­stjóra á Ásgrími Hall­dórs­syni SF, sem Skinn­ey-Þinga­nes ger­ir út frá Hornafirði. „Þetta geng­ur mjög ró­lega og lítið um mak­ríl,“ sagði Ásgrím­ur er hann ræddi við Morg­un­blaðið laust fyr­ir há­degi í gær.

Skipið var statt í Rósag­arðinum svo­kallaða rétt vest­ur af lín­unni milli ís­lensku og fær­eysku lög­sög­unn­ar. Skipið var komið á miðin fyr­ir tveim­ur dög­um og var þá byrjað að leita við lín­una. „Við leituðum í gær og komn­ir suðvest­ar núna. Við köstuðum hingað og þangað að prófa en þetta bar lít­inn ár­ang­ur,“ seg­ir Ásgrím­ur.

Fjöl­mörg skip eru að elt­ast við mak­ríl­inn á svipuðum slóðum og mátti í gær sjá í kort­um Mar­in­eTraffic skip­in Heima­ey VE, Sig­hvat Bjarna­son VE, Vil­helm Þor­steins­son EA, Mar­gréti EA, Vík­ing AK, Ven­us NS, Börk NK, Barða NK og Svan RE í Rósag­arðinum.

Nær eng­inn að fylla

Eins og oft áður veiða skip­in í sam­starfi við önn­ur skip og get­ur það verið inn­an sama fyr­ir­tæk­is eða í sam­starfi við skip annarra út­gerða eft­ir sam­komu­lagi milli út­gerðanna. Slíkt fyr­ir­komu­lag há­mark­ar afrakst­ur veiðanna og er ekki síður nyt­sam­legt þegar veiðar ganga erfiðlega.

„Við sett­um í Jónu [Eðvalds SF] til að byrja með og ný­byrjaðir að setja í okk­ur,“ út­skýr­ir Ásgrím­ur, en Jóna Eðvalds kom til Hafn­ar á þriðju­dag. Spurður hvort reynt verði að fylla áður en haldið er í land svar­ar skip­stjór­inn: „Nei. Þetta geng­ur hægt og það nær eng­inn að fylla í þessu ástandi. Menn reyna bara að halda í land áður en fisk­ur­inn fari að liggja und­ir skemmd­um.“

Ásgrím­ur seg­ir ekki ástæðu til að vera með bar­lóm þótt veiðist illa. „Menn hafa séð þetta áður. Það eru ekki alltaf jól í þessu frek­ar en öðru. Þýðir ekki að fara í 200 faðma þótt svona gangi. Þá verða menn að finna sér eitt­hvað annað að gera.“

Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinney-Þinganesi.
Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinn­ey-Þinga­nesi. Ljós­mynd/​Val­ur Haf­steins­son

Tæp átta þúsund tonn 

Gang­ur veiðanna er í sam­ræmi við spár vís­inda­manna sem hafa gert ráð fyr­ir að tak­markað magn mak­ríls rati í ís­lensku lög­sög­una þetta sum­arið. Mik­il­vægt er þó að ná sem mest­um afla hér við land þar sem það er bæði hag­kvæm­ara fyr­ir út­gerðirn­ar að sigla styttra á miðin og styður við kröfu Íslend­inga í samn­ingaviðræðum við önn­ur ríki um hlut­deild í mak­ríl­veiðunum. 

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­un­um var út­hlutað 127 þúsund tonna mak­ríl­kvóta vegna vertíðar sum­ars­ins og hafa þau landað rúm­lega 7.800 tonn­um eins og afla­stöðuskrán­ing Fiski­stofu var í morg­un. Töl­urn­ar gætu þó tekið breyt­ing­um þar sem skrán­ing afla skil­ar sér ekki sam­stund­is. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: