Viðar tekur við veiðieftirlitssviði

Ráðinn hefur verið nýr deildarstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.
Ráðinn hefur verið nýr deildarstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Ólason hef­ur verið ráðinn nýr sviðsstjóri veiðieft­ir­lits­sviðs. Hann er með B.Sc. gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og lokið námi frá Stýri­manna­skól­an­um, II. stig auk þess að hafa sótt fjöl­mörg nám­skeið á sviði stjórn­un­ar og stjórn­sýslu­rétt­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Viðar tek­ur við af El­ínu Björg Ragn­ars­dótt­ur, en greint var frá því í maí að hún hafi verið skipuð fiski­stofu­stjóri í stað Ögmund­ar Knúts­son­ar sem baðst und­an störf­um eft­ir að hafa boðist starf hjá Alþjóðabank­an­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Viðar hafi 20 ára reynslu af sjáv­ar­út­vegi og hafi hann starfað sem deild­ar­stjóri sjó­eft­ir­lits hjá Fiski­stofu frá ár­inu 2016 þar sem hann hef­ur stýrt sjó­eft­ir­liti og haft manna­for­ráð veiðieft­ir­lits­manna. Auk þess hef­ur hann leyst af sem deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits. Viðar starfaði áður í tíu ár sem for­rit­ari hjá Advania og þar á und­an sem stýri­maður og skip­stjóri í 15 ár.

„Í störf­um sín­um hjá Fiski­stofu hef­ur Viðar gegnt ýms­um nefnd­ar­störf­um og verið í starfs­hóp­um skipuðum af fagráðuneyti sem og Fiski­stofu auk þess sem hann hef­ur stýrt sam­ráðsfund­um með öðrum syst­ur­stofn­un­um. Þá hef­ur hann sinnt ýms­um er­lend­um verk­efn­um fyr­ir hönd Fiski­stofu, verið í sendi­nefnd­um Íslands m.a. í tví­hliða samn­ing­um um sjáv­ar­út­vegs­mál við önn­ur ríki auk þess sem hon­um var falið að leiða alþjóðlega ráðstefnuröð sem til­einkuð er störf­um eft­ir­lits­manna á sjó, 11th In­ternati­onal Fis­heries Obser­ver and Monitor­ing Con­frence, sem hald­in verður í Hörpu í maí 2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is