Harris aflýsir viðburði í Flórídaríki

Harris fer ekki til Flórída á þriðjudag.
Harris fer ekki til Flórída á þriðjudag. AFP/Getty Images/Drew Hallowell

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur af­lýst kosn­ingaviðburði sín­um sem átti að halda í Flórída­ríki á þriðju­dag.

Banda­ríska frétt­veit­an CBS grein­ir frá. 

Ætlaði að ræða þung­un­ar­rof

Á viðburðinum ætlaði Harris að ræða af­stöðu Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, til þung­un­ar­rofs. 

Í til­kynn­ingu frá kosn­ingat­eymi Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta seg­ir að viðburðinum hafi verið af­lýst vegna skotárás­ar­inn­ar sem var fram­in á kosn­ingaviðburði Trumps í Penn­sylv­an­íu­ríki í gær. 

Trump særðist á eyra í árás­inni. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði. Auk árás­ar­manns­ins lést einn gest­ur á fund­in­um. Tveir aðrir eru al­var­lega særðir. 

mbl.is