Eldisrisi fjárfestir milljörðum í þekkingu

Frode Arntsen forstjóri SalMar tímabært að fjárfesta í aukinni þekkingu …
Frode Arntsen forstjóri SalMar tímabært að fjárfesta í aukinni þekkingu og vísar meðal annars til hátts hlutfalls affalla í laxeldinu.

Norska fisk­eld­is­fyr­ir­tækið SalM­ar, sem er eig­andi 52,48% hluta í Arn­ar­laxi, hef­ur ákveðið að fjár­festa 500 millj­ón­um norskra króna, jafn­v­irði rúm­lega 6,3 millj­arða ís­lenskra króna, í rann­sókn­ar­miðstöð sem á að vinna að um­bót­um í allri virðiskeðju fé­lags­ins.

Áformin voru til­kynnt á málþingi um lax­eldi í Ber­gen í Nor­egi fyrr í sum­ar.

„Með sam­starfi við aðra aðila og meiri grunn­rann­sókn­um mun „Salmon Li­ving Lab“ leggja sitt af mörk­um til að út­vega heim­in­um heil­brigt og sjálf­bært sjáv­ar­fang.Það þarf að skoða sjálf­bærni lax­ins, fiski­vel­ferð og hvernig við get­um nýtt bæði sjó­inn og aðföng­in enn bet­ur,“ sagði Frode Arntsen for­stjóri SalM­ar á málþing­inu.

Tími til að viður­kenna vand­ann

Sagði hann að fram­leiðsla á laxi sé orðinn há­tækniiðnaður sem hafi aukið af­köst og af­komu með nýrri tækni og nýj­um lausn­um, en benti jafn­framt á að það séu fleiri atriði sem þró­ast hafa í ranga átt. Vísaði hann meðal ann­ars til þess að af­föll hafi verið að aukast og sést það í hlut­falli meiddra og dauðra fiska.

„Nú er tími til kom­in að viður­kenna áskor­an­irn­ar og auka þekk­ingu á líf­fræði lax­ins,“ sagði Arntsen.

Rannsóknarstöðin „Salmon Living Lab“ mun vera einstök í útliti.
Rann­sókn­ar­stöðin „Salmon Li­ving Lab“ mun vera ein­stök í út­liti. Mynd/​SalM­Ar

Leiðin til að auka þekk­ing­una hef­ur verið ákveðið að fjár­festa í þró­un­ar­verk­efni und­ir merkj­um „Salmon Li­ving Lab“ þar sem leita á bæði til vís­inda­manna og þeirra sem gagn­rýnt hafa grein­ina með mark­mið um að snúa við þeirri þróun sem ein­kennt hef­ur síðustu ár.

Verk­efn­inu er ætlað að „loka þekk­ing­areyðum, leita að nýrri inn­sýn og laða að sam­starfsaðila með leiðandi sér­fræðiþekk­ingu í iðnaði,“ að sögn Arntsen.

„Við þurf­um leiðandi þekk­ingu á öll­um stig­um virðiskeðjunn­ar, allt frá erfðafræði til loka­af­urðar. Við vilj­um búa til ný­sköp­un­ar­miðstöð til að bæta og þróa fæðukeðju í lax­eldi. Sum­ar niður­stöðurn­ar verða op­in­ber­ar á meðan sum­ar verða fyr­ir­tækja­sér­tæk­ari.“

Sjá má allt málþingið sem haldið var í júní í spil­ar­an­um hér að neðan.

mbl.is