Robert Kennedy fær vernd frá leyniþjónustu

Kennedy Jr. er hér til hægri á myndinni. Við hlið …
Kennedy Jr. er hér til hægri á myndinni. Við hlið hans er Trump. Skjáskot/Instagram

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur fyr­ir­skipað banda­rísku leyniþjón­ust­unni að veita Robert F. Kenn­e­dy Jr. vernd. 

Kenn­e­dy Jr. er son­ur Robert F. Kenn­e­dy sem var bróðir John F. Kenn­dy, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Kenn­e­dy Jr. gef­ur kost á sér til embætt­is for­seta í kom­andi kosn­ing­um. Hann held­ur úti sjálf­stæðu fram­boði fjarri flokk­um Demó­krata og Re­públi­kana. 

Í ljósi at­b­urða helgar­inn­ar hef­ur Biden nú ákveðið að Kenn­e­dy Jr. verði veitt vernd frá leyniþjón­ust­unni, en um helg­ina var fram­in skotárás á kosn­ingaviðburði Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, í Penn­sylv­an­íu­ríki. Trump særðist á eyra í árás­inni. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði.

Trump særðist á eyra í árásinni.
Trump særðist á eyra í árás­inni. AFP/​Re­becca Droke

Saga bana­til­ræða við Banda­ríkja­for­seta er löng og blóði drif­in. Um helg­ina bætt­ist Trump í hóp for­seta og fyrr­ver­andi for­seta sem hafa orðið fyr­ir ógn­um og of­beldi.

Sögu­leg­asta bana­til­ræði síðari tíma var þegar John F. Kenn­e­dy, frændi Kenn­e­dy Jr., var skot­inn í Texasríki árið 1963. Árás­armaður­inn hæfði hann í höfuð og bak þar sem for­set­inn var á ferð í opn­um bíl og var hann úr­sk­urðaður lát­inn hálfri klukku­stund síðar. 

Trump kallaði eft­ir því í dag að Kenn­e­dy Jr. yrði veitt vernd frá leyniþjón­ust­unni.

Kenn­e­dy Jr. þakkaði Biden á sam­fé­lags­miðlin­um X í dag fyr­ir að veita sér vernd­ina. Hann þakkaði einnig einka­reknu ör­ygg­is­fyr­ir­tæki fyr­ir að hafa haldið sér ör­ugg­um síðustu fimmtán mánuði.

mbl.is