Sigurbjörg nýtur sólarinnar á Jónahafi

Sigurnjörg ÁR er nú stödd á miðju Jónahafi í glampandi …
Sigurnjörg ÁR er nú stödd á miðju Jónahafi í glampandi sól. Rúmlega tíu dagar eru eftir af siglingunni heim. Ljósmynd/Ísfélag

Sig­ur­björg ÁR-67, ný­smíði Ísfé­lags­ins, lagði úr höfn í Tyrklandi á föstu­dag. Fyrst lagðist skipið fyr­ir akk­eri og beið þess að fá af­greidda olíu en hélt síðan af stað til Íslands.

Tog­ar­inn er nú stadd­ur á miðju Jóna­hafi milli syðsta hluta meg­in­s­lands Grikk­lands og Síkileyj­ar. Áhöfn­inni er lík­lega heitt enda létt vestanátt glamp­andi sól og á bil­inu 33 til 42 stiga hiti sam­kvæmt veður­spám.

Fram kom í færslu Ísfé­lags­ins að ell­efu hefðu verið um borð við brott­för, níu ís­lensk­ir skip­verj­ar og tveir tyrk­neski tækni­menn. Tækni­menn­irn­ir fóru frá borði þegar Sig­ur­björg fór í gegn­um Dar­da­nella­sund. Skip­stjóri á Sig­ur­björgu er Sig­valdi Páll Þor­leifs­son og yf­ir­vél­stjóri er Þorfinn­ur Hjalta­son.

Áætlað er að skipið komi til heima­hafn­ar á Íslandi 26. júlí sam­kvæmt skrán­ingu Mar­in­eTraffic.

mbl.is