„Veiðiárangur er oft spurning um heppni“

Beitir NK landaði 1.300 tonnum af makríl í síðustu viku. …
Beitir NK landaði 1.300 tonnum af makríl í síðustu viku. Skipstjórinn Sigurður Valgeir Jóhannesson segir makrílinn mynda litla bletti á miðunum og er erfitt að sjá þá á tækjunum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Mik­il dreif­ing mak­ríls­ins á miðunum inn­an lög­sög­unn­ar tor­veld­ur veiðum ís­lensku skip­anna.

Fisk­ur­inn hérna inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar mynd­ar litla bletti eða torf­ur og það skipt­ir öllu máli að hitta á slíka bletti. Vand­inn er sá að fisk­ur­inn sést illa á tækj­um og það er mik­il ferð á hon­um þannig að veiðiár­ang­ur er oft spurn­ing um heppni,“ út­skýr­ir Sig­urður Val­geir Jó­hann­es­son, skip­stjóri á Beiti NK, í færslu sem birt var á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar fyr­ir helgi.

Eins og fjallað var um á 200 míl­um í síðustu viku hef­ur veiðin víða gengið hægt og ná fæst­ir að fylla áður en haldið er í land.

„Von­andi get­um við verið inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu fram eft­ir mánuðinum. Í fyrra lauk veiði í lög­sög­unni í lok júlí og eft­ir það var veitt í Smugunni. Síðustu árin hef­ur ág­úst verið besti mánuður­inn á mak­ríl­vertíðinni en þá hef­ur yf­ir­leitt verið um Smugu­veiðar að ræða. Til dæm­is var góð veiði í Smug­inni í ág­úst í fyrra,“ seg­ir Sig­urður í færsl­unni.

Næg áta

Beit­ir NK kom til Nes­kaupstaðar miðviku­dags­kvöld með rúm 1.300 tonn af mak­ríl. Hófst vinnsla um leið og lauk henni síðdeg­is á föstu­dag.

Þá seg­ir að að mik­il áta hafi verið í mak­ríln­um og er það í sam­ræmi við mæl­ing­ar vís­inda­manna sem hafa sýnt að næg æta og hag­stætt hita­stig hef­ur verið á Íslands­miðum fyr­ir mak­ríl­in und­an­far­in ár. Að ekki sé meiri mak­ríll í lög­sög­unni en raun ber vitni skýrist því af öðrum breyt­um.

Þegar veiðin er svona glopp­ótt hent­ar vel að skip­in stundi veiða rí sam­starfi og var á fimmtúd­ag dælt nokk­ur hundruð tonn­um í Vil­helm Þor­steins­son EA úr Berki NK, Barða NK og Mar­gréti EA. Föstu­dag var dælt um fimm hundruð tonn­um í Vil­helm sem kom til Nes­kaupstaðar með 1.500 tonn um helg­ina. Afl­inn var þó töæ­u­vert síld­ar­blandaður.

„Skip­in hafa verið að færa sig aust­ar en þau hafa verið en þar eru hita­skil í sjón­um sem fisk­ur­inn leit­ar í. Þó svo að mak­rílafl­inn að und­an­förnu hafi verið mis­jafn er ekki ástæða til að kvarta á meðan vinnsla helst sam­felld og veiðin fer fram inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu,“ seg­ir í færslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

mbl.is