Strokulaxar setja mark sitt á laxveiðiár

Um er að ræða fjórðu samantektina sem stofnunin hefur nú …
Um er að ræða fjórðu samantektina sem stofnunin hefur nú gefið út um áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna. mbl.is/Helgi Bjarnason.

Áhrif sjókvía­eld­is á ís­lenska laxa­stofna í fyrra voru frá­brugðin fyrri árum, einkum vegna strokulaxa úr kví í Pat­reks­firði. Áætlað er að um 3.500 lax­ar hafi strokið.

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. Um er að ræða fjórðu sam­an­tekt­ina sem stofn­un­in hef­ur gefið út um áhrif sjókvía­eld­is á ís­lenska laxa­stofna.

Aðgerðir borið ár­ang­ur

Fljót­lega eft­ir strokið fóru eld­islax­ar að ganga í ár og sýndu rann­sókn­ir að um 35% þeirra voru kynþroska, sem benti til að þeir stefndu á hrygn­ingu.

Til að hindra hrygn­ingu eld­islaxa tók Fiski­stofa upp ýms­ar mót­vægisaðgerðir, þar á meðal voru veitt leyfi til veiða eld­islaxa eft­ir lok veiðitíma og lok­un fisk­vega. Sér­fræðing­ar frá Nor­egi voru einnig fengn­ir til að leita uppi og fjar­lægja eld­islaxa úr ám og vakti það mikla at­hygli meðal al­menn­ings. 

Í sam­an­tekt­inni seg­ir að þess­ari aðgerðir hafi skilað ár­angri, en enn eigi eft­ir að koma í ljós hversu víðtæk áhrif hrygn­ing eld­islaxa verði. Stefnt er að því að safna sýn­um af seiðum í haust til að meta hrygn­ingu og blönd­un eld­islaxa við villta laxa­stofna.

Mik­il­vægt að fylgj­ast með kynþroska

Mik­ill fjöldi laxa barst Haf­rann­sókna­stofn­un til sýna­töku og rann­sókn­ar þar sem erfðaefni strokulaxa voru bor­in sam­an við for­eldra­fiska sem notaðir voru til unda­neld­is. Í sam­an­tekt­inni seg­ir að þetta sé mik­il­vægt til að rekja stroku­fiska og rann­saka áhrif þeirra á villta laxa­stofna.

„Af þessu stroki má sjá mik­il­vægi þess að í lax­eldi sé fylgst með kynþroska fiska og mót­vægisaðgerðum með ljós­a­stýr­ingu sé beitt á eld­is­ferl­in­um,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni, en reglu­gerð um fisk­eldi var breytt í maí til að taka mið af þess­um þátt­um.

Þá tel­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un mik­il­vægt að styrkja villta stofna til að auka viðnámsþrótt þeirra gegn inn­blönd­un eld­islaxa.

„Ganga villtra laxa í ár hér á landi hef­ur farið minnk­andi á und­an­förn­um árum og því má bú­ast við að ef lax­ar strjúka úr eldi og ná að hrygna í ám verði áhrif inn­blönd­un­ar hlut­falls­lega meiri en ef hrygn­ing­ar­stofn­ar villtra laxa væru stór­ir. Því er mik­il­vægt að styrkja villta stofna til að auka viðnámsþrótt þeirra,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Gagn­rýn­in að nokkru leyti rétt­mæt

Í sam­an­tekt­inni kem­ur fram að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi verið gagn­rýnd fyr­ir lang­an tíma í grein­ingu og birt­ingu niðurstaðna. Tel­ur stofn­un­in gagn­rýn­ina að nokkru leyti vera rétt­mæta, en tek­ur fram að við grein­ingu sem þessa þurfi að taka til­lit til ým­issa þátta. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un kall­ar meðal ann­ars eft­ir auknu fjár­magni til að sinna grein­ing­um sem þess­um.

„Við grein­ing­ar á seiðum hef­ur verið stuðst við grein­ing­ar á 60 þúsund erfðamörk­um og því þarf um­tals­verða vinnu við und­ir­bún­ing, reiknigetu við grein­ing­ar og svo sam­an­tekt niðurstaðna og túlk­un þeirra. Mik­il­vægt er að efla þenn­an þátt með auknu fjár­magni, mannafla og tækja­búnaði,“ kem­ur fram í sam­an­tekt­inni. 

mbl.is