Enn eykst þrýstingurinn á Biden

Biden heldur ótrauður áfram.
Biden heldur ótrauður áfram. AFP

Adam Schiff, þingmaður í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings, hef­ur skorað á Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna, til þess að falla frá for­setafram­boði sínu.

Schiff er fyrsti kjörni demó­krat­inn til þess að gera slíkt í kjöl­far skotárás­ar á Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, á laug­ar­dag. 

CNN grein­ir frá því að Schiff hafi sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þess efn­is en í henni komi meðal ann­ars fram að þó að ákvörðunin sé á end­an­um Bidens sé kom­inn tími til þess að leyfa ein­hverj­um öðrum að taka við. Enda sé þjóðin á mikl­um kross­göt­um. 

Mun grafa und­an grunni lýðræðis­ins

„Annað kjör­tíma­bil hjá Trump mun grafa und­an þeim grunni sem lýðræði okk­ar er byggt á og ég hef al­var­leg­ar áhyggj­ur af því hvort að for­set­inn geti sigrað Don­ald Trump í nóv­em­ber,“ er haft eft­ir Schiff. 

Biden hef­ur átt á bratt­ann að sækja eft­ir kapp­ræðurn­ar sem hann átti við Trump og leiðtoga­fund Atlants­hafs­banda­lags­ins sem fór fram 9.-11. júlí. Á fund­in­um kallaði hann Selenskí, for­seta Úkraínu, Pútín og sagði Trump þegar hann átti við vara­for­seta sinn, Kamölu Harris

Biden hef­ur þó neitað að játa sig sigraðan hingað til. 

mbl.is