Strandveiðum lýkur í dag

Guðlaugur Árnason trillukarl gerir að þorski á Eyjafirði. Strandveiðum lýkur …
Guðlaugur Árnason trillukarl gerir að þorski á Eyjafirði. Strandveiðum lýkur í dag en aflaheimildir verða ekki auknar frekar á tímabilinu. mbl.is/Þorgeir

Dag­ur­inn í dag verður ef að lík­um læt­ur síðasti dag­ur strand­veiða á þessu strand­veiðitíma­bili.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að þá hefði verið eft­ir að veiða tæp 500 tonn og að lík­ind­um verði veiðum á því magni lokið í dag.

Afla­heim­ild­ir á strand­veiðitíma­bil­inu voru aukn­ar um tvö þúsund tonn af þorski í júní og varð þá heild­ar­ráðstöf­un þorsks til strand­veiða 12 þúsund tonn.

Örn hef­ur sagt að til­raun­ir yrðu gerðar til að þrýsta á enn frek­ari aukn­ingu afla­heim­ilda. Ljóst er að þær til­raun­ir báru ekki ár­ang­ur.

„Það eru öll sjón­ar­mið kom­in fram og auðvitað erum við þakk­lát­ir fyr­ir að tvö þúsund tonn­um hafi verið bætt við.“

Vilja bæta í línuíviln­un

Túlk­un lands­sam­bands­ins og ráðuneyt­is­ins er ekki sú sama að sögn Arn­ar um að þær veiðiheim­ild­ir sem út­hlutað sé eigi að nýt­ast með veiðum og einkum í þorski.

„Þess vegna töld­um við í lagi að bæta við a.m.k. 3.600 tonn­um inn í kerfið eins og við lögðum til og þá færu af þeim 150 tonn inn í línuíviln­un.“

Örn seg­ir þá kröf­una um að bæta í línuíviln­un standa mjög sterka hjá lands­sam­band­inu svo línuíviln­un megi halda áfram allt til 31. ág­úst.

Seg­ir Örn að fisk­ast hafi vel á mánu­dag þegar um 388 tonn komu að landi. Þannig megi gera ráð fyr­ir að heild­arafla verði náð í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: