Amman var með 19 hlaðnar skammbyssur á heimilinu

J.D. Vance minntist á þetta á landsfundi repúblikana í gær.
J.D. Vance minntist á þetta á landsfundi repúblikana í gær. AFP

J.D. Vance, vara­for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, greindi frá því í ræðu sinni í gær að þegar amma hans lést hafi hún verið með 19 hlaðnar skamm­byss­ur á víð og dreif um húsið.

Upp­skar hann mik­inn hlát­ur og klapp á lands­fundi re­públi­kana í gær­kvöldi þegar hann greindi frá þessu.

„Amma dó skömmu áður en ég fór til Íraks árið 2005 [í stríð]. Og þegar við fór­um í gegn­um dótið henn­ar fund­um við 19 hlaðnar skamm­byss­ur,“ sagði Vance og upp­skar mik­inn fögnuð.

Byss­urn­ar á víð og dreif

„Málið er að þeim var komið fyr­ir út um allt húsið henn­ar, und­ir rúm­inu henn­ar, í skápn­um henn­ar, í skúff­unni með hnífa­pör­um. Og við velt­um fyr­ir okk­ur hvað væri í gangi. Og við áttuðum okk­ur á því að þegar hún var far­inn að nálg­ast enda lífs síns, að þá gat amma ekki kom­ist á milli staða auðveld­lega.

Og því passaði þessi veik­b­urða gamla kona upp á að sama hvar hún væri, væri hún inn­an hand­ar­lengd­ar við hvað sem hún þyrfti til að vernda fjöl­skyld­una sína,“ sagði hann.

Kveikti í eig­in­mann­in­um

Vance átti erfiða æsku og þegar hann var í 10. bekk flutti hann til ömmu sinn­ar þar sem mamma hans var í mik­illi neyslu.

Mik­il fá­tækt var á heim­ili ömmu hans en hún gaf hon­um reikni­vél og krafðist þess að hann stæði sig vel í skól­an­um.

Þó var ekki áfalla­laust að búa hjá henni og sem dæmi skrifaði hann um það í bók sinni Hill­billy El­egy að einn dag­inn hafi amma hans kveikt í eig­in­mann­in­um sín­um þar sem hann kom heim blind­full­ur, eins og oft áður. Hann slapp þó lif­andi.

Síðar var gerð kvik­mynd byggð á bók­inni og geta Íslend­ing­ar með áskrift að streym­isveit­unni Net­flix horft á hana.

Í kvikmyndinni fer Amy Adams með hlutverk ömmu Vance og …
Í kvik­mynd­inni fer Amy Adams með hlut­verk ömmu Vance og Glenn Close með hlut­verk mömmu hans. Skjá­skot/​IMDB
mbl.is