Ekki gott að tímabilinu sé lokið

Smábatar á Arnarstapa.
Smábatar á Arnarstapa. mbl.is/Alfons

„Það er alls ekki gott að tíma­bil­inu sé lokið. Að mínu áliti og fleiri á að gefa hand­færa­veiðar frjáls­ar í sex mánuði á ári, 48 daga á bát.“

Þetta seg­ir Hjalti Þór Þorkels­son strand­veiðimaður en strand­veiðum lauk í gær. Stöðvun­in tók gildi frá og með gær­deg­in­um.

Óhjá­kvæmi­legt að stöðva veiðarn­ar

Erna Jóns­dótt­ir, sviðsstjóri stjórn­sýslu- og upp­lýs­inga­sviðs hjá Fiski­stofu, seg­ir að óhjá­kvæmi­legt hafi verið að stöðva strand­veiðar frá og með gær­deg­in­um þar sem um­tals­vert minna hafi verið eft­ir í potti afla­heim­ilda en þau 450 tonn sem Fiski­stofa hefði getað gert ráð fyr­ir að myndu veiðast í gær.

„Það var um 1% eft­ir í pott­in­um í gær­morg­un, eða 126 tonn. Það hefði farið of langt fram yfir og fisk­veiðistjórn­un geng­ur út á ábyrga nýt­ingu,“ seg­ir Erna.

Tafla/​mbl.is

Meira en nóg af fiski

„Það er miklu meira af fiski í sjón­um en Hafró vill nokk­urn tím­ann segja frá. Ég er bú­inn að vera á sjó síðan 1974 og fór á færi 1977,“ seg­ir Hjalti.

Bæt­ir hann því við að fisk­gengd á grunn­slóð sé miklu meiri í dag en hafi nokk­urn tím­ann sést á hans sjó­mannstíð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina