Dagurinn byrjar illa fyrir Joe Biden

Biden flaug til Delaware til að vera í einangrun.
Biden flaug til Delaware til að vera í einangrun. AFP/Kent Nishimura

Dag­ur­inn byrj­ar ekki vel fyr­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta en í dag hafa sjö demó­krat­ar á Banda­ríkjaþingi stigið fram og beðið Biden um að draga for­setafram­boð sitt til baka.

Þar á meðal er öld­unga­deild­arþingmaður­inn Mart­in Heinrich frá rík­inu Nýju-Mexí­kó.

Nú hafa þrír öld­unga­deild­arþing­menn í Demó­krata­flokkn­um óskað eft­ir því að hann dragi fram­boð sitt til baka og 26 full­trúa­deild­arþing­menn.

Trump leiðir á landsvísu

Sam­kvæmt sam­an­tekt RealC­le­ar Politics þá leiðir Trump kann­an­ir á landsvísu með þrem­ur pró­sentu­stig­um. Í helstu sveiflu­ríkj­um, sem ráða venju­lega úr­slit­um kosn­ing­anna, þá mæl­ist Trump með 4,3 pró­sentu­stiga for­skot.

Kosn­inga­bar­átta Bidens er á ís en hann dvel­ur nú heima hjá sér í ein­angr­un eft­ir að hann greind­ist með Covid-19.

Að sögn Jen O’M­alley Dillon, meðstjórn­anda í kosn­ingat­eymi Bidens, er Biden þó „al­gjör­lega“ að fara að halda áfram í fram­boði.

Hafa áhyggj­ur af þing­kosn­ing­un­um

Staða Bidens er tek­in að þrengj­ast enn meira en fjöl­miðlar vest­an­hafs greina frá því að nokkr­ir af hæst­settu demó­kröt­um lands­ins séu að biðja Biden um að draga fram­boð sitt til baka.

Meðal þess­ara demó­krata eru sagðir vera Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, Nancy Pe­losi, fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, og Hakeem Jef­fries, leiðtogi demó­krata í full­trúa­deild­inni.

Hafa marg­ir demó­krat­ar ekki aðeins áhyggj­ur af því að Biden tapi Hvíta hús­inu, held­ur hafa þeir einnig áhyggj­ur af því að þeir nái ekki meiri­hlut­an­um í full­trúa­deild­inni og tapi meiri­hluta sín­um í öld­unga­deild­inni.

CNN

mbl.is