Á útihátíðum er lögregluhundinum Skara að mæta

Löggæslu- og fíkniefnaleitarhundurinn Skari.
Löggæslu- og fíkniefnaleitarhundurinn Skari. Ljósmynd/Aðsend

„Hann er ung­ur í starfi þannig hann er bara rétt að byrja en hann er auðvitað bú­inn að fara í leit­ir svona al­mennt og vinna það vel,“ seg­ir Heiðrún Huld Finns­dótt­ir, lög­reglumaður á Eg­ils­stöðum, um lög­reglu­hund­inn Skara sem er eini lög­reglu­hund­ur­inn á Aust­ur­landi.

Skari er af gerðinni English Sprin­ger Spaniel og er tveggja og hálfs árs gam­all. Byrjaði hann að vinna hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi síðasta sum­ar sem lög­gæslu- og fíkni­efna­leit­ar­hund­ur og er Heiðrún Huld um­sjón­ar­maður hans.

Skari er tveggja og hálfs árs og af gerðinni English …
Skari er tveggja og hálfs árs og af gerðinni English Sprin­ger Spaniel. Ljós­mynd/​Aðsend

 Nor­ræna skoðuð í hverri viku

„Lög­reglu­stjór­inn á Aust­ur­landi á hann en ég er alltaf með hann og ber ábyrgð á hon­um. Þegar hann er ekki í vinn­unni þá er hann bara heim­il­is­hund­ur­inn minn,“ seg­ir Heiðrún í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir hún stærsta verk­efni þeirra fé­laga að fara í ferj­una Nor­rænu einu sinni í viku er ferj­an sigl­ir þar í gegn.

Ekki láta saklausa augnaráðið plata ykkur. Skari er trylltiæki í …
Ekki láta sak­lausa augnaráðið plata ykk­ur. Skari er trylltiæki í vinn­unni að sögn Heiðrún­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Tryl­li­tæki í vinn­unni

Lýs­ir hún Skara sem al­gjöru tryl­li­tæki og seg­ir að um sé að ræða mjög skemmti­leg­an vinnu­fé­laga.

„Hann er fjör­ug­ur, ótrú­lega ljúf­ur og góður. Orku­bolti og gleðisprengja. Hann er svona tryl­li­tæki í vinn­unni. Ég kalla hann alltaf tryl­li­tækið mitt,“ seg­ir Heiðrún og bæt­ir við.

„Hann er geggjaður og mjög öfl­ug­ur.“

Eins og fyrr hef­ur komið fram er Skari eini lög­reglu­hund­ur­inn á Aust­ur­landi en seg­ist Heiðrún vita til þess að hunda sé einnig að finna hjá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri og á Sauðár­króki.

„Þeir eru því miður ekki marg­ir en við erum svona að reyna að vekja at­hygli á þeim. Þetta eru geggjuð vinnu­tæki.“

Skari að nýta krafta sína til fulls. Hann hefur aðstoðað …
Skari að nýta krafta sína til fulls. Hann hef­ur aðstoðað lög­regl­una á Aust­ur­landi frá síðasta sumri. Ljós­mynd/​Aðsend

Nýt­ir krafta sína á úti­hátíðunum

Skari er um þess­ar mund­ir að nýta krafta sína á lista­hátíðinni LungA á Seyðis­firði þar sem loka­kvöld hátíðar­inn­ar fer fram.

Seg­ir Heiðrún að hún og Skari séu þá einnig að fara á Þjóðhátíð í ár, en þar eru fíkni­efna­leit­ar­hund­ar mikið notaðir.

Hundaunn­end­ur og áhuga­sam­ir geta því fundið Skara í Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina en skulu þó passa að hafa ekk­ert vafa­samt í vös­um sín­um, ell­egar er Skara að mæta.

Heiðrún Huld Finnsdóttir, Skari og Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar …
Heiðrún Huld Finns­dótt­ir, Skari og Hjalti Berg­mar Ax­els­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi. Mynd­in var tek­in þegar Heiðrún og Skari út­skrifuðust sem teymi fíkni­efna­hunds og stjórn­anda í nóv­em­ber í fyrra. Ljós­mynd/​Lög­regl­an á Aust­ur­landi
mbl.is