Eigið framboð breytti sýn á alla frambjóðendur

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði og for­setafram­bjóðandi, kveðst sjá alla fram­bjóðend­ur með öðrum aug­um eft­ir að hafa sjálf­ur boðið sig fram til embætti for­seta Íslands. 

Þetta kem­ur fram í færslu á Face­book sem Bald­ur birti í hópn­um Bald­ur og Fel­ix - Stuðnings­fólk. 

Tel­ur Harris væn­legri kost en Biden

Í færsl­unni velt­ir Bald­ur fyr­ir sér for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um og hvort að Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, komi til með að gefa kost á sér til for­seta í stað Joe Biden Banda­ríkja­for­seta. 

Bald­ur tel­ur það ólík­legt að Biden muni draga sig til hlés, en að það myndi styrkja sig­ur­lík­ur demó­krata drægi Biden sig til baka og Harris kæmi í hans stað.  

Hann viður­kenni þó að margt geti breyst á skömm­um tíma í póli­tík­inni og að hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa upp á klúðurs­lega frammistöðu Biden í kapp­ræðunum og að hon­um hafi ekki verið svefn­samt nótt­ina eft­ir bana­til­ræðið á Don­ald Trump for­setafram­bjóðanda. 

Skilji bet­ur hvað fram­bjóðend­ur ganga í gegn­um 

Bald­ur seg­ir gef­inna reynslu af eig­in fram­boði til for­seta hafa breytt því hvernig hann horfi á alla fram­bjóðend­ur og að hann skilji bet­ur hvað þeir þurfi að ganga í gegn­um. 

Engu að síður seg­ist hann ekki geta hætt að fylgj­ast með ref­skák stjórn­mál­anna:

Það er samt erfitt að hætta að fylgj­ast með ref­skák stjórn­mál­anna þó að þeir hild­ar­leik­ir bæti ekki nokk­urn mann,“ seg­ir hann og hvet­ur fólk að lok­um til þess að halda áfram að njóta lýðræðis­ins. 

mbl.is