Clinton-hjónin segjast styðja Harris

Hillary og Bill Clinton.
Hillary og Bill Clinton. AFP

Bill Cl­int­on fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti og eig­in­kona hans, fyrr­um ut­an­rík­is­ráðherra og for­setafram­bjóðand­inn Hillary Cl­int­on, hafa lofað ákvörðun Joe Bidens um að draga fram­boð sitt til for­seta til baka.

Lýsa hjón­in yfir stuðningi við Kamölu Harris sem for­setafram­bjóðanda Demó­krata­flokks­ins og greina frá því í færslu sem þau deila á X.

Hjón­in hrósa Biden í há­stert fyr­ir starf hans í þágu þjóðar­inn­ar á meðan hann var for­seti. Segja þau for­set­ann meðal ann­ars hafa komið Banda­ríkj­un­um út úr erfiðum far­aldri, skapað millj­ón­ir nýrra starfa og styrkt lýðræði lands­ins.

„Við tök­um und­ir með millj­ón­um Banda­ríkja­manna og þökk­um Biden for­seta fyr­ir allt sem hann hef­ur af­rekað,“ segja þau og taka einnig fram að þau muni gera allt sem þau geta til að styðja við Kamölu Harris.

Trump veld­ur áhyggj­um

Ekki láta hjón­in falla eins fög­ur orð um fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­set­ann og for­setafram­bjóðanda re­públi­kana, Don­ald Trump.

„Við höf­um gengið í gegn­um marg­ar hæðir og lægðir en ekk­ert hef­ur gert okk­ur eins áhyggju­full fyr­ir hönd lands okk­ar en ógn­in sem fylg­ir öðru Trump-kjör­tíma­bili,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni og nefna hjón­in að Trump hafi því lofað að vera ein­ræðis­herra frá degi eitt.

Segja þau að nú sé tím­inn til að styðja Kamölu Harris í bar­átt­unni um embættið. Framtíð Banda­ríkj­anna velti á því.

mbl.is