Kamala Harris býður sig fram til forseta

Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, hefur tilkynnt forsetaframboð sitt.
Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, hefur tilkynnt forsetaframboð sitt. AFP

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur til­kynnt fram­boð sitt til for­seta.

Fram­boðstil­kynn­ing­in kem­ur í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Joe Biden Banda­ríkja­for­seta um að hann hygg­ist draga fram­boð sitt til ann­ars kjör­tíma­bils til baka.

Lýsti hann skömmu síðar yfir stuðningi við Harris sem for­setafram­bjóðanda.

Í færslu sinni á X þakk­ar Harris Biden fyr­ir vel unn­in störf og leiðtoga­hæfni sem for­seti.

„Það er minn heiður að hljóta stuðning for­set­ans og mín ætl­un að hljóta þessa til­nefn­ingu,“ seg­ir Harris.

mbl.is