Selenskí þakkar Biden fyrir stuðninginn

Joe Biden hefur sýnt Úkraínu mikinn stuðning í baráttu þeirra …
Joe Biden hefur sýnt Úkraínu mikinn stuðning í baráttu þeirra við Rússland. AFP/Brendan Smialowsk

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu lýsti þakk­læti sínu til Joe Bidens for­seta Banda­ríkj­anna fyr­ir staðfast­an stuðning hans við Úkraínu frá því Rúss­land réðst inn í landið. 

Hann benti á að þessi stuðning­ur, ásamt víðtæk­um stuðningi beggja flokka í Banda­ríkj­un­um, hafi verið og sé enn afar mik­il­væg­ur.

Selenskí hrósaði Biden fyr­ir að taka marg­ar mik­il­væg­ar ákv­arðanir síðustu árin og sagðist virða þessa ákvörðun, 

„Við mun­um ávalt vera þakk­lát fyr­ir for­ystu Bidens for­seta. Hann studdi land okk­ar á drama­tísk­asta augna­bliki sög­unn­ar, aðstoðaði okk­ur við að hindra Pútín í að her­nema land okk­ar og hef­ur haldið áfram að styðja okk­ur í gegn­um þetta hræðilega stríð,“ skrifaði Selenskí á X.

Selenskí lagði áherslu á að staðan í Úkraínu og allri Evr­ópu væri enn erfið og sagðist von­ast til þess að Banda­rík­in myndu áfram leiða stuðning við Úkraínu í bar­átt­unni við Rúss­land. 

mbl.is