„Hún er best“

Joe Biden og Kamala Harris í byrjun júlí á þessu …
Joe Biden og Kamala Harris í byrjun júlí á þessu ári. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sagði það „vera það rétta í stöðunni“ að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri og hvatti stuðnings­menn sína til að styðja Kamölu Harris vara­for­seta. 

Þetta sagði Biden við starfs­fólk kosn­inga­bar­áttu sinn­ar, sem er nú orðin bar­átta Harris. 

Harris ávarpaði starfs­fólkið á aðal­kosn­inga­skrif­stof­unni í Delaware fyr­ir stuttu.

Kamala Harris á kosningaskrifstofunni í Delaware í dag.
Kamala Harris á kosn­inga­skrif­stof­unni í Delaware í dag. AFP/​Erin Schaff

Biden ræddi við starfs­fólkið í gegn­um síma, en hann er stadd­ur í ein­angr­un á heim­ili sínu í Delaware vegna Covid. 

„Ég vil segja við teymið, takið vel á móti henni. Hún er best,“ sagði Biden. 

„Ég veit að frétt­ir gær­dags­ins komu á óvart og þær voru erfiðar fyr­ir ykk­ur að heyra, en þetta er hið rétta í stöðunni.“

„Ég elska Joe Biden“

Harris lofaði starfs­fólk­inu að vinna kosn­ing­arn­ar. Þá bar hún Don­ald Trump sam­an við „rán­dýr“ og „svik­ara“.

„Næstu 106 daga, ætl­um við að flytja mál okk­ar fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um, og við ætl­um að vinna,“ sagði Harris og bætti við að síðasti sól­ar­hring­ur hafi verið eins og rúss­íbani full­ur af alls kon­ar til­finn­ing­um. 

„En ég þarf bara að segja ég elska Joe Biden.“

mbl.is