Kamala Harris: „Saman munum við vinna þetta“

Harris mun reyna að fá útnefningu Demókrataflokksins á komandi landsfundi …
Harris mun reyna að fá útnefningu Demókrataflokksins á komandi landsfundi þeirra í ágúst. AFP/Brendan Smialowski

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hrósaði Joe Biden for­seta fyr­ir skömmu er hún hélt tölu í fyrsta sinn síðan að Biden til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

Harris sagði á viðburði í Hvíta hús­inu í dag Joe Biden hefði af­rekað meira en nokk­ur ann­ar for­seti í nú­tíma­sögu.

Kynnt­is Biden í gegn­um son hans

Hún nefndi að hún hafi fyrst kynnst Biden í gegn­um son hans, Beau Biden. Hann var þá rík­is­sak­sókn­ari í Delaware og hún í Kali­forn­íu. 

„Á þeim tíma sagði Beau mér oft sög­ur af pabba sín­um. Hann sagði mér frá því hvernig faðir hann var og hvernig maður Joe var. Eig­in­leik­ar Bidens sem Beau bar mesta vir­ingu fyr­ir eru þeir sömu og ég hef séð á hverj­um degi í for­setatíð okk­ar,“ sagði hún meðal ann­ars og þakkaði hon­um fyr­ir störf sín fyr­ir banda­rísku þjóðina.

Beau Biden lést úr heilakrabba­meini árið 2015. 

Held­ur til Delaware

Harris held­ur til Wilm­ingt­on í Delaware síðar í dag til að heilsa upp á kosn­ingat­eymið sitt þar sem hún byrj­ar „fyrsta heila dag­inn“ í kosn­inga­bar­áttu sinni, að henn­ar sögn á sam­fé­lags­miðlin­um X.

„Þetta er fyrsti heili dag­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar, þannig ég er á leið upp í Wilm­ingt­on, DE seinna til að heilsa starfs­fólk okk­ar í höfuðstöðvun­um. Einn dag­ur kom­inn, 105 fram und­an. Sam­an mun­um við vinna þetta,“ skrifaði Harris á X.

mbl.is