Slasaðist í skíðaslysi og hlaut varanlegan skaða af

Sam Smith.
Sam Smith. Ljósmynd/AFP

Breski söngv­ar­inn Sam Smith lenti í al­var­legu skíðaslysi fyrr á ár­inu. Hán ræddi um slysið og af­leiðing­ar þess í hlaðvarpsþætt­in­um Si­detracked with Annie and Nick á dög­un­um. 

Hán, þekkt fyr­ir lög á við Un­holy, Danc­ing with a Stran­ger, Stay With Me og I'm Not the Only One, viður­kenndi að hafa slitið fremra kross­bandið og átt í erfiðleik­um með gang í dágóðan tíma á eft­ir.

„Ég sleit fremra kross­band á hægri fæti. Ég var að renna mér á skíðum. Ég lét eins og hálf­viti og ákvað að renna niður skíðabrekku sem ætluð er lengra komn­um og það á degi tvö. Það voru mis­tök,“ sagði Smith við þátta­stjórn­end­urna, Annie Macm­an­us og Nick Grims­haw. 

Smith sagðist hafa hlotið var­an­lega skaða af slys­inu en ræddi það ekk­ert nán­ar. 

mbl.is