45 milljóna dala greiðslur til Trump ekki raunin

Elon Musk, eigandi X.
Elon Musk, eigandi X. AFP/Alain Jocard

Elon Musk mun ekki styrkja for­setafram­boð Trump um 45 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala mánaðarlega, eða sem nem­ur um 6,5 millj­örðum ís­lenskra króna.

Þessu grein­ir hann frá í viðtali hjá kanadíska sál­fræðingn­um Jor­d­an Peter­son. Viðtalið má sjá hér að neðan. 

„Það sem er verið að greina frá í fjöl­miðlum er ein­fald­lega ekki satt. Ég er ekki að styrkja Trump um 45 millj­ón­ir á mánuði,“ seg­ir Musk.  

Hann hafi stofnað póli­tíska aðgerðanefnd (e. political acti­on comm­ittee) sem beri nafnið „America PAC“ og muni ein­blína á að styrkja fólk sem sýni og standi fyr­ir hæfi­leika, dugnað og ein­stak­lings­frelsi. 

Hefði Musk stutt aðgerðanefnd­ina um 45 millj­ón­ir doll­ara á mánuði fram að for­seta­kosn­ing­um, sem fara fram 5. nóv­em­ber næst­kom­andi, væru það sam­an­lagt 180 millj­ón­ir doll­ara eða yfir 25 millj­arðar króna. 

mbl.is