Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, hefur kallað skyttuna Kai Häfner inn í landsliðið fyrir Ólympíuleikana. Franz Semper neyðist til að verða eftir í Þýskalandi vegna axlarmeiðsla.
Häfner er reyndur landsliðsmaður en hann spilar í hægri skyttustöðunni fyrir Stuttgart. Semper er lærisveinn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig þar sem hann berst um stöðu við Viggó Kristjánsson.
Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Svíum á laugardaginn.