Pólski hástökkvarinn Norbert Kobielski hefur verið dæmdur í tímabundið bann fyrir notkun á ólöglegu lyfi. Kobielski átti að keppa á Ólympíuleikunum sem verða settir á föstudag.
Efnið pentedrone fannst í þvagprufu Pólverjans samkvæmt heilindasamtökum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (AIU) og því hefur hinn 27 ára gamli Kobielski yfirgefið herbúðir pólska liðsins í París.
Keppni í hástökki hefst þann 7. ágúst og úrslitin fara fram þann 10. en Kobielski hafnaði í 10. sæti á heimsmeistaramótinu á síðasta ári.