Simone Biles átti frábæra æfingu í höllinni í lokaundirbúningi hennar og liðsfélaga hennar í bandaríska landsliðinu í fimleikum fyrir Ólympíuleikana í París í dag.
Undanúrslitin byrja klukkan 7:30 á sunnudaginn hjá konunum og í dag fengu liðið að æfa í höllinni sem keppt verður í.
Biles lenti Biles II, stökk sem er nefnt í höfuðið á henni, á stökki án þess að taka skref en þetta er eitt erfiðasta stökk í heimi og er ein af fimm æfingum í dómarabókinni sem er nefnd eftir henni. Hún lenti einnig glæsilegt stökk hennar á gólfi, tvöfalt heljarstökk með þrefaldri skrúfu.
Það eru þrjú ár síðan hún þurfti að draga sig úr keppni á leikunum vegna andlegra veikinda og hún átti erfitt með að staðsetja sig í loftinu.