Cloé Eyja Lacasse skoraði jöfnunarmark Kanada sem vann Nýja Sjáland, 2:1, á Ólympíuleikunum í París í A-riðli í fótbolta í dag.
Cloé spilaði 113 leiki með ÍBV frá 2015-19 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hún er leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og spilar með kanadíska landsliðinu sem mætti Nýja-Sjálandi í dag.
Nýja Sjáland komst yfir með marki frá Mackenzie Barry en Cloe jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik. Evelyne Viens skoraði svo sigurmark Kanada á 79. mínútu.
Spánn vann svo Japan í fyrsta leiknum í B-riðli á sama tíma en þar var besti leikmaður á HM 2023, Aitana Bonmatí, á skotskónum.
Aoba Fujino kom Japan yfir eftir 13 mínútur en Aitana Bonmatí jafnaði metin á 22. mínútu og Mariona Caldentey, liðsfélagi Bonmatí hjá Barcelona, skoraði sigurmark Spánverja á 74. mínútu.