Lim Si-hyeon setti nýtt heimsmet á Ólympíuleikunum í París en leikarnir hafa ekki verið formlega settir.
Þeir verða formlega settir annað kvöld en 21 árs gamla Lim Si-hyeon frá Suður-Kóreu setti nýtt heimsmet í bogfimi í undankeppninni.
Hún fékk 694 stig af 720 mögulegum og sló því heimsmet sem samlanda hennar, Kang Chae-young, setti árið 2019 en metið var 692 stig.
Lim Si-hyeon tapaði aðeins sjö stigum á fyrstu 36 örvum sínum og var nálægt því að fara yfir 700 stig en aðeins tveir karlmenn hafa náð því.