Leyfir Harris að nota lagið sitt í kosningabaráttunni

Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé. Texti lagsins Freedom þykir …
Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé. Texti lagsins Freedom þykir kraftmikil. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Beyoncé ýjar að stuðningi við Kamölu Harris vara­for­seta Banda­ríkj­anna í for­vali demó­krata fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar með því að leyfa Harris að nota lagið Freedom sem út­göngu­lag í for­setafram­boði henn­ar.

Heim­ild­armaður seg­ir í sam­tali við frétta­stöðina CNN að kosn­ingat­eymi Harris hafi fengið leyfi frá Beyoncé til að nota lagið aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður en Harris hélt fyrsta kosn­inga­fund sinn í Wilm­ingt­on í Delaware-fylki á mánu­dag.

Texti lags­ins Freedom þykir afar kraft­mik­ill en hann varð sér­stak­lega áber­andi í kjöl­far dauða Geor­ge Floyd árið 2020. 

Þó svo að Beyocé hafi ekki form­lega lýst yfir stuðningi við Harris hef­ur hún áður unnið með fram­bjóðend­um Demó­krata. Árið 2013 söng hún þjóðsöng­inn fyr­ir Barack Obama, þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna og þrem­ur árum seinna hélt hún og eig­inmaður henn­ar, tón­list­armaður­inn Jay-Z, kosn­inga­tón­leika fyr­ir Hillary Cl­int­on í borg­inni Cleve­land í Ohio. 

„Ég vil að dótt­ir mín al­ist upp við að sjá konu leiða landið okk­ar, vit­andi það að tæki­fær­in henn­ar séu enda­laus. Þess vegna stend ég við henn­ar hlið,“ sagði Beyoncé á þeim tíma í kosn­inga­bar­áttu Cl­int­on. 

Lagið skipt­ir máli

Útgöngu­lag for­setafram­bjóðenda í Banda­ríkj­un­um hef­ur í gegn­um tíðina gegnt mik­il­vægu hlut­verki í kosn­inga­bar­áttu þeirra þar sem lagið end­ur­spegl­ar oft per­sónu­leika og sjón­ar­mið fram­bjóðenda.

Kosn­ingalag Baracks Obama, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, sem ber heitið Yes We Can er til dæm­is talið hafa haft áhrif á sig­ur hans í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2008.  

Today

mbl.is