Sögulegt spjallsvæði lagt niður

Hópurinn er nú lokaður og hefur fengið nýtt nafn.
Hópurinn er nú lokaður og hefur fengið nýtt nafn. Ljósmynd/Píratar

Pírat­ar hafa af­tengt sig Pírata­spjall­inu 2.0, tæp­lega 12 þúsund manna Face­book-hóp þar sem skoðana­skipti flokks­manna fóru fram um ára­bil. Hóp­ur­inn er nú lokaður og hef­ur fengið nýtt nafn.

Pírat­ar samþykktu til­lögu á fé­lags­fundi í maí 2023 að skil­greina Pírata­spjallið ekki sem umræðuvett­vang Pírata og hef­ur flokk­ur­inn því hvorki skyld­ur né ábyrgð gagn­vart hópn­um. Heim­ild­in greindi fyrst frá.

Spjallið var stofnað fyr­ir um ell­efu árum en var fest í stefnu flokks­ins árið 2016. En síðasta árið hef­ur það ekki tengst flokkn­um með bein­um hætti.

Í grunn­stefnu Pírata, nán­ar til tekið grein 5.2., seg­ir aft­ur á móti: „Tak­mörk­un á frelsi fólks til að tjá sig er óá­sætt­an­leg, nema til vernd­ar borg­ara­rétt­ind­um ein­stak­linga.“ 

Lengi deilt um að loka hópn­um

Hóp­ur­inn – sem hét fyrst bara „Pírata­spjallið“, síðan „Þjóðarsál­in: Póli­tískt spjallsvæði“ og loks „Pírata­spjallið 2.0“ – hef­ur verið vett­vang­ur skoðana­skipta um hríð.

Var mark­miðið upp­haf­lega að efni þess hóps myndi end­ur­spegla það sem Pírat­ar stæðu fyr­ir, grunn­stefnu Pírata og Píra­takóðann, alþjóðleg­an sátt­mála Pírata um all­an heim.

Lengi hef­ur verið rætt inn­an flokks­ins um að stofna frek­ar lokaðan umræðuvett­vang fyr­ir  flokks­bundna Pírata, enda eru ekki all­ir meðlim­ir Pírata­spjalls­ins 2.0 flokks­menn.

Slíka umræðu má rekja alla leið til árs­ins 2015 og hóf­ust þannig deil­ur inn­an flokks­ins sem urðu að marg­um­fjölluð frétta­máli.

„Við þökk­um ykk­ur sam­fylgd­ina“

„Nú er tæki­færi til að finna ann­an vett­vang fyr­ir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þenn­an hóp niður. Við þökk­um ykk­ur sam­fylgd­ina,“ skrifaði Krist­ín Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, í færslu á Pírata­spjall­inu 2.0 í gær. 

Hún benti á að Pírata­spjallið hefði verið stofnað sem vett­vang­ur þar sem fólk ræddi mál­efni Pírata.

„Vilji fólk ná tali af Pír­öt­um verða til þess næg tæki­færi á næst­unni. Aðal­fund­ur fé­lags­ins fer fram þann 7. sept­em­ber og verður haust­dag­skrá­in kynnt þar – ýms­ir fund­ir, viðburðir og fleira spenn­andi,“ sagði hún enn frem­ur og vísaði að öðru leyti til heimasíðu Pírata og síma og lokaði með orðunum:

„Með Píra­ta­kveðju.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina