Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París hófst klukkan 17.30 og bátar með íþróttafólkinu og fylgdarliði þeirra sigla nú niður ána Signu.
Um 300 þúsund manns fylgjast með frá áhorfendapöllum við ána en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fer ekki fram á hefðbundnum íþróttaleikvangi.
Þjóðirnar sigla niður ána í stafrófsröð, samkvæmt franska stafrófinu.
Myndirnar eru frá athöfninni og bætast reglulega við:
Kamerún, Kanada, Kómoroseyjar, Síle og Kína eru saman á stórum báti en þjóðaheiti þeirra hefjast öll á C á frönsku.
AFP/Miguel Medina
Grikkir sigldu fyrstir niður Signu, enda fara þeir alltaf fyrstir inn á leikvangana á setningarathöfninni.
AFP/Damien Meyer
Bátur flóttamanna var annar í röðinni.
AFP/Miguel Medina
Þjóðverjar voru meðal þeim fyrstu, enda heitir Þýskaland "Allemagne" á frönsku.
AFP/Emmanuel Dunand
Brasilíumenn eru ávallt fjölmennir á Ólympíuleikum
AFP/Miguel Medina
Kanada á siglingu.
AFP/Miguel Medina
Gabon á siglingu niður Signu.
AFP/Clodagh Kilcoyne
Keppendur frá Kúbu sigla niður Signu.
AFP/Miguel Medina
Keppendur frá Bahamaeyjum.
AFP/Nir Elias
Kongóbúar á siglingu.
AFP/Ann Wang
Fulltrúar Marshall-eyja á siglingu á Signu.
AFP/Clodagh Kilcoyne
Kínverjar sigla niður Signu.
AFP/Luis Tato
Kólumbia siglir niður Signu.
AFP/Luis Tato
Indverjar voru í næsta báti á undan Íslendingum.
AFP/Aijaz Rahi
Hollendingar á siglingu.
AFP/Morry Gash
Fjölmennur hópur Frakka kemur síðastur niður ána.
AFP/Maddie Meyer