Ísland á tvo fulltrúa í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í París. Ekki þó keppendur heldur í röðum dómara.
Það eru Björn Magnús Tómasson, sem dæmir á sínum fimmtu Ólympíuleikum, og Hlín Bjarnadóttir sem er á sínum öðrum leikum sem dómari.
Björn tekur til starfa strax á morgun þegar hann dæmir í hringjum í undankeppni karla.
Nánar á heimasíðu Fimleikasambands Íslands.