Leikmaður körfuknattleiksliðs Tindastóls sigldi niður ána Signu í kvöld sem einn af þátttakendunum í Ólympíuleikunum í París.
Það er Ifunanya Okoro, landsliðskona Nígeríu, sem hjálpaði liði Tindastóls í vetur til að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.
Hún er 25 ára gömul og hefur tvívegis unnið til gullverðlauna á Afríkumótum með landsliði Nígeríu. Hún kom til Tindastóls fyrir ári síðan frá Kenya Ports.