Lopez fagnaði 55 ára afmælinu án Affleck

Leik og- söngkonan Jennifer Lopez tjaldaði öllu til fyrir 55 …
Leik og- söngkonan Jennifer Lopez tjaldaði öllu til fyrir 55 ára afmælið. Samsett mynd

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez fagnaði 55 ára af­mæli sínu með glæsi­legu par­tíi með Bridgert­on-þema sem stóð yfir alla síðustu helgi í Hampt­ons-hverf­inu á Long Is­land. Í mynd­bönd­um frá veislu­höld­un­um má sjá gesti klædda í sitt fín­asta púss í anda Net­flix-þátt­ana Bridgert­on.

Leik­ar­an­um Ben Aff­leck virðist ekki hafa verið boðið á dans­leik­inn en hann er stadd­ur Los Ang­eles við vinnu. Eft­ir drama­tíska at­b­urðarás síðustu mánuði virðist sem hjóna­band þeirra sé senn á enda. Þau vörðu einnig tveggja ára hjóna­bandsaf­mæli sínu í sitt hvoru lagi á dög­un­um. 

Lopez kann að halda partí

Lopez mætti í af­mæl­is­veisl­una um helg­ina á hvít­um hest­vagni, í ljós­blá­um og gyllt­um 18. ald­ar kjól sem var að sjálf­sögðu með þröngu lífstykki og stóru síðu pilsi. Hún leyfði kjól­um al­gjör­lega að njóta sín með því að setja hárið upp svo það líkt­ist einskon­ar kór­ónu. 

Jennifer Lopez glæsileg í 18. aldar kjólnum.
Jenni­fer Lopez glæsi­leg í 18. ald­ar kjóln­um. Skljá­skot/​In­sta­gram

Öllu var tjaldað til fyr­ir úti­dans­leik­inn þar sem strengja­sveit spilaði klass­íska tónlist í garði sem skreytt­ur var með stór­um krist­als­ljósakrón­um, blóm­um, kert­um og gullskreyt­ing­um. 

Fiðluleikur var áberandi í afmælisveislu Jennifer Lopez.
Fiðluleik­ur var áber­andi í af­mæl­is­veislu Jenni­fer Lopez. Skjá­skot/​In­sta­gram

Tók lagið 

Einn af hápunkt­um kvölds­ins var þegar dans­ar­ar mættu á svæðið og tóku nokk­ur dans­atriði sem minntu á atriði úr vin­sælu Bridgert­on-þátt­un­um. Einnig gerði Lopez fata­skipti og tók lagið í græn­um síðum hlýra­laus­um kjól rétt áður en komið var af því að smakka fjög­urra hæða af­mælistert­una.  

Dansað var framm á nótt.
Dansað var framm á nótt. Skjá­skot/​In­sta­gram

Óhætt er að segja að af­mæl­is­drottn­ing­in hafi skemmt sér kon­ung­lega með fólk­inu sínu en veislu­höld­in stóðu yfir langt fram á nótt.  

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jenni­fer Lopez (@jlo)

Page six

mbl.is